Sérfræðiaðstoð Tröppu. Stöðuskýrsla sumar 2019

Málsnúmer 1907040

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12.08.2019

Í janúar sl. hófst vinna við endurgerð sýnar og stefnu grunnskólans í samstarfi við Tröppu ehf. Skýrsla um stöðu verkefnis var lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 04.12.2019

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Stöðuskýrsla frá Tröppu ráðgjöf ehf. lögð fram til kynningar. Vinna Tröppu við ráðgjöf í Grunnskóla Fjallabyggðar gengur vel og er á áætlun. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að fulltrúi Tröppu ehf. komi með kynningu á vinnunni og stöðu hennar í janúar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 02.03.2020

Undir þessum lið sátu stjórnendur Grunnskóla Fjallabyggðar, fulltrúar starfsmanna Grunnskóla Fjallabyggðar, fulltrúar skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar og fulltrúar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar.

Kristrún Lind Birgisdóttir frá Tröppu ráðgjöf ehf. kynnti sérfræðiráðgjöf Tröppu inn í Grunnskóla Fjallabyggðar. Sérfræðiráðgjöfin hefur staðið yfir í rúmt ár. Stefnt er að áframhaldandi sérfræðiráðgjöf á árunum 2020-2021.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16.11.2020

Stöðuskýrsla um þróunarverkefnið, Framúrskarandi skóli, í Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 111. fundur - 02.05.2022

Stöðuskýrsla Ásgarðs yfir sérfræðiaðstoð við Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2021-2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Kristín M. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
Stöðuskýrsla Ásgarðs lögð fram til kynningar.
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hvetur nýja fræðslu- og frístundanefnd og bæjarstjórn til að halda áfram því gæða- og þróunarstarfi sem unnið hefur verið á síðustu árum í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins í samstarfi og undir forystu Ásgarðs ehf. og tryggi áframhaldandi fjármagn til verkefnisins við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 21.11.2022

Stöðuskýrsla vegna sérfræðiaðstoðar Ásgarðs ehf. við leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu fyrir hönd Leikskóla Fjallabyggðar: Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar sátu: Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri, Jónína Björnsdóttir fulltrúi kennara og Guðrún Linda Rafnsdóttir fulltrúi foreldra.
Skýrsla Ásgarðs ehf. lögð fram til kynningar. Ljóst er að í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar er verið að vinna gott og faglegt þróunarstarf sem nauðsynlegt er að halda áfram. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að í fjárhagsáætlun 2023 sé gert ráð fyrir áframhaldandi sérfræðiaðstoð Ásgarðs ehf. við bæði skólastigin.