Niðurstaða menntamálaráðherra vegna samræmdra könnunarprófa í 9.bekk

Málsnúmer 1803044

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 09.04.2018

Gallar komu upp í framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 9.bekk í mars s.l. sem urðu til þess að ekki tókst öllum nemendum að taka og ljúka prófi í íslensku og ensku. Í Grunnskóla Fjallabyggðar hafði þetta áhrif á nemendur, ekki náðu allir að taka próf í íslensku en allir komust inn í prófið í ensku en það tók langan tíma og olli truflunum hjá nemendum.

Mennta-og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að nemendum í 9.bekk gefist kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku.

Áhersla er lögð á sveigjanleika í tímsetningum og að skólar hafi val um hvort þeir leggi prófin fyrir í vor eða haust. Menntamálastofnun leggur til tvö tímabil fyrir endurtekningu prófa: 30.apríl - 11.maí og 10. - 15. september.

Menntamálastofnun mun innan tíðar senda skólum nánari upplýsingar um skráningar skóla á prófadaga. Velja þarf sama prófatímabil (vor eða haust) fyrir bæði prófin.

Skólastjóri upplýsir foreldra nemenda í 9. bekk um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir.