Skóladagatal 2018-2019

Málsnúmer 1804014

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 09.04.2018

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Jónína Magnúsdóttir skólastjóri.

Lögð voru fram drög að skóladagatölum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar og Leikskóla Fjallabyggðar.

Við yfirferð skóladagatals grunnskólans með skólaráði kom fram athugasemd skólaráðs um tímasetningu vetrarfrís 7.-8.mars sem er 5 vikum fyrir páska og skólaráð taldi að nýttist nemendum ekki sem skyldi. Hugmynd kom fram um að færa annan vetrarfrísdaginn til 16. nóvember og hinn til 8. febrúar. Með því móti fengju nemendur tvisvar sinnum 4 daga helgi.

Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals grunnskólans en kemur með þá tillögu að halda því vetrarfríi sem nú er inni á skóladagatali 7.-8. mars en bæta inn einum frídegi að hausti, 16. nóvember og hefja skólastarf einum degi fyrr haustið 2018. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn skólaráðs um tillöguna.

Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu skóladagatals leikskólans þar til að foreldraráð hefur fjallað um það.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 07.05.2018

Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.

Á 53.fundi Fræðslu- og frístundarnefndar var afgeiðslu skóladagatals grunnskólans frestað og kom nefndin með breytingartillögu sem hún vísaði til umsagnar hjá skólaráði grunnskólans. Skólaráð hefur nú fallist á breytingartillögu Fræðslu- og frístundarnefndar en beinir þeim tilmælum til nefndarinnar að framvegis verði vetrarfrí að hausti, í skammdeginu, til þess að það nýtist nemendum sem best til hvíldar.
Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður því 22. ágúst 2018, haustfrí föstudaginn 16. nóvember og vetrarfrí dagana 7.-8. mars 2019. Skólaslit verða 31. maí 2019.

Á 53. fundi Fræðslu- og frístundarnefndar var afgeiðslu skóladagatals leikskólans frestað þar til foreldraráð hefði fjallað um það. Engar breytingartillögur komu frá foreldraráði og samþykkir nefndin því skóladagatalið eins og það liggur fyrir. Leikskólinn opnar eftir sumarfrí 7. ágúst 2018 og síðasti dagur fyrir sumarfrí 2019 er 12. júlí.