Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

50. fundur 31. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, S lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Helga Hermannsdótir boðaði forföll, Guðrún Linda Rafnsdóttir kom í hennar stað.
Rósa Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi boðaði forföll og Sóley Anna Pálsdóttir mætti í hennar stað.

1.Niðurstöður Olweuskönnunar 2018

Málsnúmer 1801085Vakta málsnúmer

Jónína Magnúsdóttir skólastjóri sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir niðurstöður eineltiskönnunar Olweusáætlunarinnar sem lögð var fyrir nemendur í 5.-10.bekk í lok nóvember 2017. Niðurstöður gefa til kynna að einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar er undir landsmeðaltali. Það mælist 4,9% í Grunnskóla Fjallabyggðar en 6,3% á landsvísu. Samkvæmt könnuninni er líðan nemenda betri en í könnun 2016, þeir eru vinafleiri og minna einelti mælist.

2.Skólahreysti 2018

Málsnúmer 1801084Vakta málsnúmer

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur tekið þátt í Skólahreysti frá því hann var stofnaður. Norðurlandsundankeppnin fer fram á Akureyri í mars. Innanskólakeppni í Skólahreysti í Grunnskóla Fjallabyggðar fer fram n. k. föstudag 2. febrúar.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að gefa viðurkenningu í formi gjafabréfs fyrir 3ja mánaða líkamsræktarkorti fyrir fyrsta sætið í hraðabrautinni, hreystigreip og armbeygjum og einnig dýfum og upphífingum. Um er að ræða fjórar viðurkenningar alls. Kortin verða gefin út á nafn þess sem viðurkenninguna hlýtur.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að þessi viðurkenning verði árleg. Viðurkenningar þessar rúmast á fjárhagsáætlun 2018, í liðnum Styrkir og framlög.

3.Líkamsræktarstöðvar íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1801086Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður mætti á fundinn og fór yfir vinnu sem farið hefur fram í líkamsræktarstöðvunum í báðum byggðarkjörnum. Tekið hefur verið til, tækjum skipt út eða þeim fækkað.

Kraftlyftingarfélag Ólafsfjarðar mun fá æfingaraðstöðu í líkamsræktarstöðinni í Ólafsfirði og á næstunni munu þeir hefja starfsemi sína í líkamsræktarstöðinni.

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á þrjá fría daga í líkamsræktarstöðvunum og bjóða upp á leiðsögn afmarkaðan tíma á þessum dögum. Frí opnun og leiðsögn verður auglýst á næstunni.

Reglur um afslátt til aðildafélaga á líkamsræktarkortum hafa verið birtar á heimasíðu Fjallabyggðar og þar er einnig umsóknareyðublað fyrir aðildarfélög. Þá hefur Viðauki við gjaldskrá íþróttamiðstöðva verið endurútgefinn á heimasíðu Fjallabyggðar.

4.Málefni Leikskóla Fjallabyggðar - stjórnendaráðgjöf

Málsnúmer 1711027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd lagði til í október að farið yrði í vinnu við eflingu starfsanda og ráðgjöf til stjórnenda.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála upplýsti nefndina um þá vinnu sem er að fara af stað á næstu vikum.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1703092Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 18:30.