Niðurstöður Olweuskönnunar 2018

Málsnúmer 1801085

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31.01.2018

Jónína Magnúsdóttir skólastjóri sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir niðurstöður eineltiskönnunar Olweusáætlunarinnar sem lögð var fyrir nemendur í 5.-10.bekk í lok nóvember 2017. Niðurstöður gefa til kynna að einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar er undir landsmeðaltali. Það mælist 4,9% í Grunnskóla Fjallabyggðar en 6,3% á landsvísu. Samkvæmt könnuninni er líðan nemenda betri en í könnun 2016, þeir eru vinafleiri og minna einelti mælist.