Líkamsræktarstöðvar íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar 2018

Málsnúmer 1801086

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31.01.2018

Haukur Sigurðsson forstöðumaður mætti á fundinn og fór yfir vinnu sem farið hefur fram í líkamsræktarstöðvunum í báðum byggðarkjörnum. Tekið hefur verið til, tækjum skipt út eða þeim fækkað.

Kraftlyftingarfélag Ólafsfjarðar mun fá æfingaraðstöðu í líkamsræktarstöðinni í Ólafsfirði og á næstunni munu þeir hefja starfsemi sína í líkamsræktarstöðinni.

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á þrjá fría daga í líkamsræktarstöðvunum og bjóða upp á leiðsögn afmarkaðan tíma á þessum dögum. Frí opnun og leiðsögn verður auglýst á næstunni.

Reglur um afslátt til aðildafélaga á líkamsræktarkortum hafa verið birtar á heimasíðu Fjallabyggðar og þar er einnig umsóknareyðublað fyrir aðildarfélög. Þá hefur Viðauki við gjaldskrá íþróttamiðstöðva verið endurútgefinn á heimasíðu Fjallabyggðar.