Málefni Leikskóla Fjallabyggðar - stjórnendaráðgjöf

Málsnúmer 1711027

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31.01.2018

Undir þessum lið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd lagði til í október að farið yrði í vinnu við eflingu starfsanda og ráðgjöf til stjórnenda.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála upplýsti nefndina um þá vinnu sem er að fara af stað á næstu vikum.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 67. fundur - 04.02.2019

Undir þessum lið sátu þær Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Olga Gísladóttir og Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjórnendur leikskólans luku í síðustu viku ríflega 10 mánaða námi í stjórnendaþjálfun. Stjórnendaþjálfun þessi ber nafnið Effective Leadership Development eða Árangursrík stjórnun frá Leadership Management International. Kristján Már Magnússon sálfræðingur frá Reyni-ráðgjafastofu stýrði þjálfuninni. Aðdragandi verkefnissins var tillaga fræðslu- og frístundanefndar í október 2017 um að farið yrði í vinnu við eflingu starfsanda og ráðgjöf til stjórnenda leikskólans eftir vísbendingar úr sjálfsmati skólans um að viðbragða væri þörf. Í kjölfarið var samið við Reyni ráðgjafastofu um áðurgreinda ráðgjöf og stjórnendaþjálfun. Í upphafi vinnunnar voru tekin viðtöl við starfsmenn leikskólans og samantekt úr niðurstöðum viðtalanna var kynnt á starfsmannafundi. Niðurstöður þessara viðtala voru einnig notaðar sem efniviður í stjórnendaþjálfuninni og námið þannig tengt verkefnum daglegs starfs í leikskólanum.
Olga kynnti upplifun sína og ávinning af þjálfuninni fyrir fundarmönnum.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 01.04.2019

Fyrir liggur skýrsla Kristjáns Magnússonar sálfræðings að stjórnendaþjálfun við Leikskóla Fjallabyggðar lokinni. Skýrslan er lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 08.04.2019

Greinargerð að lokinni stjórnendaþjálfun við Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.