Leiguíbúðir Fjallabyggðar, stefnumótun 2016

Málsnúmer 1603098

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31.03.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu um leiguíbúðir Fjallabyggðar. Málið verður tekið aftur til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 29.04.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu um leiguíbúðir Fjallabyggðar, sem tekið var fyrir á síðasta nefndarfundi, 31. mars s.l.
Eftir umræður um málið vísar félagsmálanefnd málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10.05.2016

Á 98. fundi félagsmálanefndar, 29. apríl 2016, var lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu um leiguíbúðir Fjallabyggðar. Eftir umræður um málið vísar félagsmálanefnd málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmála, dagsett 27. apríl 2016.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að:

a) Stefnt skuli að fækkun 10 leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar á næstu árum, úr 54 íbúðum í 44.

b) Íbúðir í Hvanneyrarbraut 42 og Ólafsvegi 32 verði ekki eyrnamerktar eldri borgurum eins og verið hefur.

c) Þrjár íbúðir verði settar í söluferli á árinu 2016, auk þeirrar sem þegar hefur verið auglýst til sölu (Aðalgata 52).

d) Að ákvörðun verði tekin um sölu íbúða á árinu 2017 samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.