Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2016-2020

Málsnúmer 1512014

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 10.12.2015

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Fjallabyggðar. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis sveitarfélagsins og starfsmanna þess annars vegar og hins vegar til þeirrar starfsemi og þjónustu sem veitt er hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21.03.2016

Lögð fram til kynningar tillaga að uppfærðri jafnréttisáætlun Fjallabyggðar, sem verður til umfjöllunar á næsta fundi félagsmálanefndar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 31.03.2016

Lögð fram tillaga að jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2016 - 2020. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis sveitarfélagsins og starfsmanna þess annars vegar og hins vegar til þeirrar starfsemi og þjónustu sem veitt er hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Félagsmálanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 03.05.2016

Lögð fram til kynningar yfirferð Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlun Fjallabyggðar.

Það er mat Jafnréttisstofu að áætlunin uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru skv. ákvæðum jafnréttislaga nr. 10/2008.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar 2. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á jákvæðri frétt frá Jafnréttisstofu sem hefur tekið á móti og samþykkt jafnréttisáætlanir hjá 54 af 74 sveitarfélögum landsins. Þetta eru heimtur upp á 73%, sem telst mjög góður árangur.