Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

131. fundur 16. apríl 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Samningur um þjónustu félagsráðgjafa 2021

Málsnúmer 2104027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurnýjun þjónustusamnings um þjónustu félagsráðgjafa við Þorleif Kr. Níelsson, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing MA. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

2.Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum Covid-19 -2021

Málsnúmer 2104026Vakta málsnúmer

Sótt verður um styrk til að efla frístundastarf fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Horft verður til fatlaðra barna og barna sem búa við félagslega erfiðleika, vanvirkni og einangrun í aldurshópnum 12-16 ára.

3.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

Málsnúmer 2103031Vakta málsnúmer

Sótt verður um styrk fyrir fjölbreytt verkefni fyrir aukið félagsstarf fullorðinna í Fjallabyggð sem ætlað er að bæta við þá dagskrá sem fyrir er.

4.Orlof húsmæðra 2021

Málsnúmer 2104011Vakta málsnúmer

Orlofsnefnd húsmæðra í Eyjafirði skipuleggur orlof fyrir húsmæður á svæðinu. Sérhver kona í Eyjafjarðarsýslu sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu er hjartanlega velkomin í ferðir nefndarinnar. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar verða að finna á heimasíðu orlofsins www.orlofey.is

5.COVID-19 Félagsþjónusta

Málsnúmer 2003078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið fundargerðar mun deildarstjóri gera grein fyrir forgangsröðun bólusetninga þjónustuþega og starfsmanna félagsþjónustunnar.

6.Ársreikningar Sambýlis við Lindargötu 2020

Málsnúmer 2103055Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur sambýlisins að Lindargötu 2, Siglufirði.

7.Hugmyndir um heimild til handa ráðherra að setja reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Málsnúmer 2104028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hugmyndir um heimild til handa ráðherra að setja reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fylgir erindinu ítrekar Sambandið harða andstöðu sína gegn þessum hugmyndum og væntir þess að félagsmálaráðuneytið virði hér eftir sem hingað til stjórnarskrárvarið sjálfstæði sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarréttur þeirra er alveg skýr þegar kemur að reglum um fjárhagsaðstoð eins og dómstólar hafa margoft staðfest, sbr. nú síðast dóm Landsréttar sem kveðinn var upp þann 12. mars sl.

Félagsmálanefnd tekur undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli.

8.Ný reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2104029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar reglugerð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 280/2021, um starfsemi Fasteignasjóðs JS., með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi sjóðsins.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð notendaráðs sem haldinn var í fjarfundi þann 25. febrúar 2021.

10.Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19

Málsnúmer 2009052Vakta málsnúmer

Stýrihópur um þátttöku barna á efnaminni heimilum í skipulögðu tómstundastarfi, sem skipaður er fulltrúum ÍSÍ, ÍF, UMFÍ, Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis hefur tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrest fyrir íþrótta- og tómstundastyrki til 31. júlí 2021. Auk þess er ekkert lágmarkstímabil iðkunar (með það að markmiði að t.d. leikjanámskeið og sumarbúðir falli undir skilyrðið) og hægt verður að nýta styrkinn til að greiða keppnisgjald/mótsgjald.

Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að uppfæra úthlutunarreglurnar til samræmis við leiðbeiningar stýrihópsins.

Fundi slitið - kl. 13:00.