Hugmyndir um heimild til handa ráðherra að setja reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Málsnúmer 2104028

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 16.04.2021

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hugmyndir um heimild til handa ráðherra að setja reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fylgir erindinu ítrekar Sambandið harða andstöðu sína gegn þessum hugmyndum og væntir þess að félagsmálaráðuneytið virði hér eftir sem hingað til stjórnarskrárvarið sjálfstæði sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarréttur þeirra er alveg skýr þegar kemur að reglum um fjárhagsaðstoð eins og dómstólar hafa margoft staðfest, sbr. nú síðast dóm Landsréttar sem kveðinn var upp þann 12. mars sl.

Félagsmálanefnd tekur undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessu máli.