Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19

Málsnúmer 2009052

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 125. fundur - 25.09.2020

Lögð fram tillaga að reglum Fjallabyggðar um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila vegna Covid-19. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að viðmiðunarupphæð styrksins verði kr. 47.000.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 11.12.2020

Farið yfir drög að reglum Fjallabyggðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Styrkupphæð verður 45.000 fyrir hvert barn. Gert er ráð fyrir að félagsmálanefnd mun fjalla um þau ágreiningsmál sem lögð eru fyrir nefndina í samræmi við 4. gr. reglnanna um málsmeðferð.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12.02.2021

Félagsmálanefnd vekur athygli á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir grunnskólabörn sem búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru lægri en 740.000 kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu mars - júlí árið 2020. Um er að ræða sérstakt verkefni félags- og barnamálaráðherra í kjölfar Covid-19 faraldursins.
Styrkurinn er veittur vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og er að hámarki 45.000 krónur fyrir hvert barn sem stundar skipulagt íþróttastarf, tómstundastarf og einnig tónlistarskólanám á haustönn 2020 og/eða vorönn 2021. Íþróttafélögin gefa út greiðslukvittanir.
Athugið að hægt er að koma með kvittanir sem greitt var fyrir í upphafi árs, eða frá hausti 2020.
Sótt er um styrkinn á island.is (styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs). Hafi umsækjendur ekki greiðslukvittanir eða rafræn skilríki má skila greiðslukvittunum íþróttafélaga og tónlistarskóla og tekjuupplýsingum á skrifstofu Fjallabyggðar fyrir 1. mars nk.
Nánari upplýsingar gefur Helga Helgadóttir, ráðgjafi félagsþjónustu í síma 464-9100.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 16.04.2021

Stýrihópur um þátttöku barna á efnaminni heimilum í skipulögðu tómstundastarfi, sem skipaður er fulltrúum ÍSÍ, ÍF, UMFÍ, Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis hefur tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrest fyrir íþrótta- og tómstundastyrki til 31. júlí 2021. Auk þess er ekkert lágmarkstímabil iðkunar (með það að markmiði að t.d. leikjanámskeið og sumarbúðir falli undir skilyrðið) og hægt verður að nýta styrkinn til að greiða keppnisgjald/mótsgjald.

Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að uppfæra úthlutunarreglurnar til samræmis við leiðbeiningar stýrihópsins.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 28.05.2021

Félagsmálanefnd vekur athygli á að nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur á sumarnámskeið. Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- og tómstundarstyrk. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021 - en hægt er að fá endurgreitt fyrir iðkun frá september 2020. Íbúar Fjallabyggðar sem fá jákvætt svar um rétt til styrksins sækja um í gegnum íbúagátt Fjallabyggðar.