Akstursþjónusta í Fjallabyggð 2023

Málsnúmer 2308058

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 31.08.2023

Deildarstjóri gerði grein fyrir verkefnum akstursþjónustu Fjallabyggðar. Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og telur það mikið framfara skref í þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara sem þurfa á þessari þjónustu að halda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 809. fundur - 27.10.2023

Deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins og upplýsti um stöðu og þróun verkefnisins og hver reynslan af akstursþjónustunni hefur verið hingað til.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir komuna á fundinn og minnisblaðið um akstursþjónustuna. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þróunarverkefnið og þá reynslu sem komin er af því á fyrstu mánuðum þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 819. fundur - 02.02.2024

Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað

Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 09.02.2024

Minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar um málefni akstursþjónustunnar lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar og forstöðumanni Hornbrekku fyrir minnisblaðið um málið. Ljóst er að þær forsendur sem lagt var af stað með í þróunarverkefninu "Akstursþjónusta Fjallabyggðar" hafa að einhverju leyti ekki gengið eftir. Deildarstjóra félagsmáladeildar falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að stöðuúttekt um verkefnið ásamt tillögum að úrbótum.