Gott að eldast, aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Málsnúmer 2306020

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 31.08.2023

Frestur til að sækja um þátttöku í þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu hefur verið framlengdur til og með 14. september nk. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu fyrr í sumar eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Með samþættingu er átt við að rekstur þjónustunnar sé á einni hendi, jafnt mannafla- sem fjármálastjórn. Fjallabyggð mun skila inn umsókn um þátttöku í verkefninu.