Takmarkanir á tóbaksreykingum í Skálarhlíð

Málsnúmer 2302079

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 03.03.2023

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að gerð verði breyting á 7. lið húsreglna Skálarhlíðar, sem er svo hljóðandi: ,, Reykingar eru ekki heimilar í sameiginlegu rými Skálarhlíðar".
Breytingartillagan er svo hljóðandi: ,,Reykingar eru stranglega bannaðar inn í íbúðum og í sameiginlegu rými Skálarhlíðar".
Auk þess er lagt til breytingar á 1. lið, "Sérstaklega skal gæta að húsfriði milli klukkan 22:00 og 07:00". Var 23:00 og 07.00. Við bætist 12. liður: 12. "Ef ágreiningur verður varðandi ofangreint verður send áminning sem er undanfari riftunar".