Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015

Málsnúmer 1511008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 124. fundur - 25.11.2015

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11 nóvember 2015, samþykkti að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

    a) Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þjóðhagsspár í nóvember 2015.

    Bæjarráð samþykkir að taka mið af breyttri spá við áætlunargerð.

    b) Ofanflóðasjóðslán
    Vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir samþykkir bæjarráð að gera ráð fyrir lántökum þeirra vegna við áætlunargerð.

    c) Breyting á launaáætlun vegna launatengdra gjalda, námsmats- og kjarabreytinga.
    Bæjarráð samþykkir að taka breyttar forsendur inn í áætlunargerð.

    d) Móttaka gesta
    Bæjarráð samþykkir breytingu á áætlun vegna móttöku gesta 2016 og 2018.

    e) Erindi hundafélagsins Trölla.
    Búið er að samþykkja úthlutun á hundasvæði við sunnanverðan endann á gamla flugvellinum við Mummavatnið í Ólafsfirði.
    Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjármagni á fjárhagsáætlun 2016 fyrir girðingu á hundasvæði.

    f) Skógræktarfélag
    Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð 200 þúsund kr.

    g) FM-Trölli.is samstarf
    Bæjarráð samþykkir samstarfsstyrk að upphæð 50 þúsund kr.

    h) Jassklúbbur Ólafsfjarðar - viðskiptaskuld
    Bæjarráð hafnar niðurfellingu viðskiptaskuldar.

    i) Rökstólar - samvinnumiðstöð
    Bæjarráð telur sig ekki geta styrkt þetta verkefni fjárhagslega.

    j) Veraldarvinir
    Bæjarráð samþykkir samstarf við Veraldavini að upphæð 610 þúsund kr.

    k) Dagvist aldraðra
    Bæjarráð samþykkir framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku að upphæð 2 millj. kr.

    l) Opnunartími sundlaugar á Siglufirði á sunnudögum yfir vetrartímann.
    Bæjarráð samþykkir vetraropnun sundlaugar á Siglufirði á sunnudögum.

    m) Samstarf við HSN - heimahjúkrun
    Bæjarráð samþykkir að veita einni milljón kr. til samstarfs við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um samþættingu heimahjúkrunar.

    Bæjarráð vísar ofangreindum breytingum til áætlunargerðar.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11. nóvember 2015, vísaði fundargerð 9. fundar ungmennaráðs frá 4. nóvember 2015, til bæjarráðs.

    Eftirfarandi dagskrárliðir fundargerðar voru teknir til umræðu:


    1511003 - Framtíðarhúsnæði Neon
    Varðandi framtíðarhúsnæði Neons, hvetur bæjarráð ungmennaráð til að gera könnun á meðal notenda.


    1410049 - Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg
    Varðandi kvikmyndasýningar, þá gerir bæjarráð ekki ráð fyrir kvikmyndasýningum í Tjarnarborg í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

    1511002 - Líkamsrækt, Siglufirði
    Bæjarráð óskar eftir úttekt íþrótta- og tómstundafulltrúa á tækjakosti líkamsræktarstöðvanna í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 31. október 2015.

    Bókfærð upphæð er 3,7% hærri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 790,4 millj. en áætlun gerði ráð fyrir 762,6 millj.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11. nóvember 2015, vísaði þessu máli til bæjarráðs.

    Tekin til umræðu skipulag og staða hátíðarhalda í Fjallabyggð.

    Bæjarráð leggur til að haldinn verði fundur markaðs- og menningarnefndar með forsvarsmönnum hátíða sem haldnar eru í Fjallabyggð.
    Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa skipulag fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Á 418. fundi bæjarráðs, 9. nóvember 2015, var óskað eftir kostnaðaráætlun frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, fyrir næsta fund bæjarráðs við hugsanlega móttöku Veraldarvina.

    Kostnaðaráætlun lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að taka upp samstarf við Veraldarvini 2016 þar sem lagaðar og stikaðar yrðu gönguleiðir og fjörur í bæjarfélaginu hreinsaðar.

    Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skipuleggja verkefnið í samstarfi við Veraldarvini, verkstjóra Þjónustumiðstöðvar og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Lindsey Halvorson frá 3. nóvember sl., varðandi verkefnið "I AM PRO SNOW".

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita áskorun vegna verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lögð fram til kynningar áskorun Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á bæjarstjórn Fjallabyggðar, um að styðja fjárhagslega við að hægt verði að reka bíóhús og hefja kvikmyndasýningar að nýju í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lagt fram til kynningar erindi um fyrirhugaða ráðstefnu 31. maí til 3. júní 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lögð fram til kynningar styrkbeiðni frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins 2016, dagsett 30. október 2015.
    Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Á fund bæjarráðs mætti leikskólastjóri Olga Gísladóttir.

    Tekið fyrir erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur um að kannað verði hvort hægt sé að koma börnum sem fædd eru í apríl og maí 2015 fyrr inn á leikskólann Leikskála, en í ágúst 2016.

    Því miður leyfa aðstæður ekki innritun barna að vori. Leikskólinn er fullsetinn og ákveðnar eru framkvæmdir við leikskólann til að mæta aukinni eftirspurn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.