Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014

Málsnúmer 1408004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 10.09.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
    Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.
    Hafnarstjórn samþykkti drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Uppfæra þarf hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir til samræmis við erindisbréf.

    Hafnarstjórn samþykkti að halda að jafnaði fund einu sinni í mánuði á fimmtudögum kl. 17.00.

    Fundarritari sé að jafnaði hafnarstjóri/bæjarstjóri Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
    Í framhaldi af fundi formanns hafnarstjónar og bæjarstjóra með fulltrúum Vegagerðarinnar sem nú fer með framkvæmd hafnarmála þeim Hreini Haraldssyni vegamálastjóra og Sigurði Áss Grétarssyni forstöðumanni nýlega þá lagði formaður til við hafnarstjórn eftirfarandi tillögu:
    "Hafnarstjórn samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði veitt fjármagni til undirbúnings, hönnunar og gerð kostnaðaráætlunar að endurbótum á hafnarbryggjunni á Siglufirði, sem er afar brýnt eins og ástand bryggjunnar ber glöggt vitni um. Vinna þessi verði unnin í nánu samstarfi við Vegagerð ríkisins - hafnamáladeild. "

    Greinagerð formanns með tillögunni:
    Löngu er tímabært er að hefja nauðsynlegar endurbætur á hafnarbryggjunni og minni ég á að fyrir all mörgum árum var fjármagni veitt á samgönguáætlun til endurbóta á bryggjunni sem með samkomulagi var fært yfir í byggingu löndunarbryggju SR ( Óskarsbryggju ) sem þá var talið nauðsynlegt að byggja hratt og vel vegna stækkunar loðnuskipa og komu þeirra til löndunar. Með þessu samkomulagi var þessum nauðsynlegum endurbótum frestað eins og áður sagði, og því tel ég nauðsynlegt að flytja þessa tillögu nú til að uppfæra þessar áætlanir og leggja fyrir samgönguyfirvöld fyrir gerð næstu samgönguáætlunar.

    Tillaga borin upp og samþykkt samhljóða
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
    Rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins lagt fram til kynningar.
    Tekjur eru hærri um 3,0 m.kr. (41,2/38,2)
    Launaliðir eru undir áætlun um 0,5 m.kr. (15,9/16,4)
    Annar rekstrarkostnaður eru lægri um 1,3 m.kr. ( 18,8/20,1)
    og fjármagnsliðir eru hærri um 0,5 m.kr. (2,3/1,8)

    Hafnarstjórn fagnar jákvæðri niðurstöðu tímabilsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014

    Farið yfir eftirfarandi þætti er tengjast umhverfisátaki.

    1. Fuglafæla

    Búnaður verður settur upp í næstu viku í Siglufjarðarhöfn.


    2. Öryggismyndavélar

    Lagt fram til kynningar og verður til umfjöllunar á næsta fundi.


    3. Fiskúrgangur
    Framtíðarlausn þarf að finnast fyrir bæjarfélagið.  
    Hafnarstjóra falið að leita leiða í samtarfi við fagaðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
    Hafnarstjórn, aðal- og varamenn ásamt starfsmönnum hafnarinnar fóru í kynnisferð 25. júlí s.l. um hafnir á norðurlandi, Dalvík, Akureyri og Húsavík.
    Ferðin var gagnleg og fróðleg og hafnarstjórn þakkar góðar móttökur á höfnunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21. ágúst 2014
    Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu um hvalaskoðun:
    "Hafnarnefnd samþykkir að óska eftir nánu samstarfi við nýstofnaða atvinnumálanefnd svo og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu að kanna með að koma á varanlegum ferðum til hvalaskoðunar fyrir ferðamenn í sveitafélaginu strax næsta sumar".

    Greinagerð:
    Sívaxandi ferðamannastraumur til sveitarfélagsins kallar á fleiri afþreyingarkosti fyrir ferðamenn inn í hina miklu flóru okkar sem þegar er fyrir.
    Hvalskoðun er sívaxandi ferðamannagrein sem vert er að gefa gaum og kanna með rekstrargrundvöll fyrir í sveitafélaginu.

    Tillaga borin upp til atkvæða og samþykkt með 3 atkvæðum.
    Ásgeir Logi Ásgeirsson og Steingrímur Óli Hákonarson sátu hjá.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 60. fundar hafnarstjórnar staðfest á 106. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>