Bæjarstjórn Fjallabyggðar

202. fundur 11. maí 2021 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
 • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021.

Málsnúmer 2104015FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 9.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021. Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Icelandic Eider ehf.. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14/2021 við fjárhagsáætlun 2021 vegna framkvæmda og viðhalds á Skálarhlíð, samtals kr. 13.000.000 sem bókast á málaflokk 61790, lykil 4965 kr. 3.000.000.- og kr. 10.000.000.- á framkvæmdir vegna sameiningu íbúða sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð vegna endurnýjunar á gangstéttum í Fjallabyggð 2021 og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 3. maí 2021.

Málsnúmer 2104016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.

Til afgreiðslu 3. liður.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 3. maí 2021. Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra Elíasdóttir fulltrúi kennara grunnskólans. Skóladagatöl Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021.

Málsnúmer 2104014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 23 liðum.

Til afgreiðslu: 1, 2, 7, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 22.

Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að drög að deiliskipulagi verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með opnu húsi í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem nefndir eru í ábendingum umsagnaraðila og því sem fram fór á fundinum. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Erindi samþykkt og tæknideild falið að endurnýja lóðarleigusamninga við Lækjargötu 4c og Grundargötu 5b í samræmi við framlögð gögn. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar við Eyrarflöt 14-20 fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar við Bakkabyggð 4 fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Nefndin ítrekar fyrri bókun þar sem rökstuðningur fyrir synjun á stækkun lóðar kemur fram. Sjóvarnargarðurinn er mikilvægt öryggismannvirki sem sveitarfélagið þarf að komast að með greiðum hætti þegar þörf er á. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Nefndin hafnar umsókn um stækkun á lóð, en samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við núverandi notkun og afmörkun lóðar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

4.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 6. maí 2021.

Málsnúmer 2105001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16. liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Liður 9 er afgreiddur í Skipulags- og umhverfisnefnd sérstaklega.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 8.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson undir lið 4.

Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson og Helgi Jóhannsson undir lið 9.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Stjórn Hornbrekku - 28

Málsnúmer 2105002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024

Málsnúmer 2103086Vakta málsnúmer

Lögð fram útboðsgögn deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gögn og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála að auglýsa útboðið.

7.Tilfærsla á bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2105005Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á bæjarstjórnarfundi í júní 2021. Lagt er til að hann verði haldinn 16. júní 2021 í stað 9. júní 2021.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.

8.Ársreikningur Fjallabyggðar 2020 - Seinni umræða

Málsnúmer 2104079Vakta málsnúmer

Á 201. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 28. apríl 2021 var ársreikningur Fjallabyggðar 2020 tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa honum til bæjarstjórnar til síðari umræðu.
Til máls tók: Elías Pétursson bæjarstjóri og lagði fram eftirfarandi bókun:
Jákvæð rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs 2020 var jákvæð um 77 millj. kr. og A hluta um 26 millj. kr.. Veltufé frá rekstri nam 377 millj. kr. eða 12.1% af tekjum. Vaxtaberandi skuldir voru um áramót 316 millj. kr. en voru 348 millj. kr. 2019. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.898 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta um 3.440 millj. kr.. Ársreikningur 2020 er birtur í heild sinni sem fylgiskjal í fundargerð þessari og mun í framhaldi af fundi bæjarstjórnar verða birtur á heimasíðu Fjallabyggðar.
Afkoma samstæðu er nokkru lakari en samþykkt fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Meginástæða lakari afkomu samstæðu er mikil hækkun launakostnaðar en hann reyndist vera 165 millj. kr. hærri en gert var ráð fyrir í samþykktri fjárhagsáætlun. Þar veldur mestu miklar launahækkanir, oftar en ekki afturvirkar, og aukið álag á starfsfólk sem má rekja til Covid-19. Einnig sést þess stað í rekstrarniðurstöðu ársins að bæjarstjórn ákvað að bæta í hvað varðar viðhald eigna m.a. með það að markmiði að verja gott atvinnuástand. Á síðasta ári voru 196 millj. kr. settar í viðhald eigna sveitarfélagsins sem er 77 millj. kr. meira en samþykkt fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Eignfærðar framkvæmdir voru 325 millj. kr., öll fjárfesting ársins var fjármögnuð af handbæru fé og án lántöku.

Að lokum vil ég þakka starfsfólki bæjarins og kjörnum fulltrúum óeigingjarnt framlag til þess árangurs sem náðist í rekstri sveitarfélagsins á undanförnu mjög svo krefjandi rekstrarári.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson, Ingibjörg G. Jónsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar hvað sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta D og I lista.
Meirihluti D og I lista fagnar þeim árangri sem sjá má stað í framlögðum ársreikningi enda ber hann með sér ábyrgð og ráðdeild ásamt að sýna vel hvernig sveitarfélagið hefur staðið vörð um öfluga grunnþjónustu og kröftugt atvinnulíf á krefjandi tímum. Meirihluti D og I lista þakkar öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir einstakt framlag til þess árangurs sem náðst hefur og sjá má stað í framlögðum ársreikningi.

Framlagður ársreikningur Fjallabyggðar 2020 borin upp til afgreiðslu og samþykktur samhljóða með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar - og skuldbindingaryfirliti.


Fundi slitið - kl. 18:00.