Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021.

Málsnúmer 2104015F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 202. fundur - 11.05.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 9.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021. Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Icelandic Eider ehf.. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14/2021 við fjárhagsáætlun 2021 vegna framkvæmda og viðhalds á Skálarhlíð, samtals kr. 13.000.000 sem bókast á málaflokk 61790, lykil 4965 kr. 3.000.000.- og kr. 10.000.000.- á framkvæmdir vegna sameiningu íbúða sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð vegna endurnýjunar á gangstéttum í Fjallabyggð 2021 og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.