Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

99. fundur 03. maí 2021 kl. 16:30 - 18:04 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Jón Garðar Steingrímsson varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Diljá Helgadóttir var fjarverandi og varamaður hennar einnig.

1.Handbók vinnuskóla 2021

Málsnúmer 2104096Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Vinnuskóla Fjallabyggðar. Handbók vinnuskóla hefur verið endurútgefin. Handbókin lögð fram til kynningar.

2.Opnunartími íþróttamiðstöðvar sumar 2021

Málsnúmer 2104093Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Opnunartími íþróttamiðstöðvar um hvítasunnu 2021 lagður fram til kynningar ásamt opnunartíma íþróttamiðstöðvar fyrir sumarið 2021.

3.Skóladagatöl 2021-2022

Málsnúmer 2101062Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra Elíasdóttir fulltrúi kennara grunnskólans. Skóladagatöl Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti.

4.Skólapúls, niðurstaða starfsmannakönnunar 2021

Málsnúmer 2104095Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri fór yfir niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins 2021 ásamt drögum að umbótaáætlun.
Í lok fundar vill fræðslu- og frístundanefnd koma á framfæri hrósi og þakklæti til starfsfólks Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir vel unnin störf, útsjónasemi og lausnarmiðun í skólastarfinu í vetur.

Fundi slitið - kl. 18:04.