Bæjarstjórn Fjallabyggðar

266. fundur 17. desember 2025 kl. 17:00 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu þess efnis að taka til afgreiðslu með afbrigðum tillögu um framlag Fjallabyggðar í minningarsjóð um Mundínu Bjarnadóttur.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að taka til afgreiðslu tillögu um framlag Fjallabyggðar til minningarsjóðs.

Bæjarstjóri greindi frá fundargerð bæjarráðs sem tekin er fyrir á fundinum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 901. fundur - 10. desember 2025

Málsnúmer 2511016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum lið 2 sem borinn er upp sérstaklega.
Samþykkt
Til máls tók Guðjón M Ólafsson.

Fundargerðin í heild sinni að undanskildum lið 2 samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 901 Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun sem felur í sér lækkun á fjárfestingum á árinu 2025 og hækkun á handbæru fé. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs um viðauka við fjárhagsáætlun 2025.

2.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 32. fundur - 2. desember 2025

Málsnúmer 2511014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 9. desember 2025

Málsnúmer 2512001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 329. fundur 10. desember 2025

Málsnúmer 2512003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og er borin upp í heild sinni að undanskildum liðum 1, 3 og 4.
Samþykkt
Til máls tók Helgi Jóhannsson

Fundargerðin í heild sinni að undanskildum liðum 1, 3 og 4, samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
  • 4.1 2512006 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óskarsgata 7 - Flokkur 2
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 329. fundur 10. desember 2025 Formaður vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin samþykkir byggingaráformin og mun byggingarfulltrúi gefa út byggingarleyfi þegar skilyrði 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
    Bókun fundar Arnar Þór Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 6 samhljóða atkvæðum.
  • 4.3 2511032 Hávegur 32 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 329. fundur 10. desember 2025 Erindi samþykkt. Bókun fundar S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 6 samhljóða atkvæðum.
  • 4.4 2511031 Hávegur 34 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 329. fundur 10. desember 2025 Erindi samþykkt. Bókun fundar S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með 6 samhljóða atkvæðum.

5.Framkvæmda-, hafna- og veitunefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 16. desember 2025

Málsnúmer 2512006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er borin upp í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 16. desember 2025

Málsnúmer 2512004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar með 7 samhljóða atkvæðum og óskar Ástarpungunum til hamingju með útnefninguna á Bæjarlistamanni Fjallabyggðar árið 2026. Bæjarstjórn þakkar jafnframt Kristínu R. Trampe fráfarandi bæjarlistamanni fyrir framlag hennar til lista og menningar á árinu sem er að líða.
  • 6.1 2510057 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2026
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 16. desember 2025 Nefndin þakkar fráfarandi bæjarlistamanni, Kristínu R.Trampe, fyrir framlag hennar til menningar og lista.
    Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Ástarpungana bæjarlistamenn Fjallabyggðar 2026 en Ástarpungarnir hafa með framlagi sínu eflt menningarlíf Fjallabyggðar, styrkt
    samfélagslega samkennd og verið einstakir fulltrúar þess krafts og hæfileika sem býr í okkar heimabyggð.

    Nefndin óskar Ástarpungunum til hamingju með útnefninguna. Formleg athöfn verður í byrjun nýs árs þar sem Ástarpungum verður afhent staðfesting á útnefningunni.

7.Minningarsjóður Mundýjar

Málsnúmer 2512036Vakta málsnúmer

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu að framlagi Fjallabyggðar til minningarsjóðs um Mundínu Bjarnadóttur:

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að veita kr. 600.000 framlag í minningarsjóð um Mundínu Bjarnadóttur, en Mundína sem var kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar, lést fyrr á árinu. Sjóðnum, sem kallaður er "Mundýjarsjóður", er ætlað að styðja við uppbyggingu bókasafns og fræðsluseturs við Grunnskóla Fjallabyggðar í þeirri mynd sem Mundína hafði séð fyrir sér og hafði frumkvæði af að koma á fót."
Samþykkt
Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Guðjón M Ólafsson og Tómas Einarsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar fagnar framkominni tillögu og samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að veita kr. 600.000 framlag í Mundýjarsjóð.

Fundi slitið - kl. 17:45.