Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 16. desember 2025

Málsnúmer 2512004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 266. fundur - 17.12.2025

Fundargerðin er í 1 lið.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar með 7 samhljóða atkvæðum og óskar Ástarpungunum til hamingju með útnefninguna á Bæjarlistamanni Fjallabyggðar árið 2026. Bæjarstjórn þakkar jafnframt Kristínu R. Trampe fráfarandi bæjarlistamanni fyrir framlag hennar til lista og menningar á árinu sem er að líða.
  • .1 2510057 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2026
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 16. desember 2025 Nefndin þakkar fráfarandi bæjarlistamanni, Kristínu R.Trampe, fyrir framlag hennar til menningar og lista.
    Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Ástarpungana bæjarlistamenn Fjallabyggðar 2026 en Ástarpungarnir hafa með framlagi sínu eflt menningarlíf Fjallabyggðar, styrkt
    samfélagslega samkennd og verið einstakir fulltrúar þess krafts og hæfileika sem býr í okkar heimabyggð.

    Nefndin óskar Ástarpungunum til hamingju með útnefninguna. Formleg athöfn verður í byrjun nýs árs þar sem Ástarpungum verður afhent staðfesting á útnefningunni.