Minningarsjóður Mundýjar

Málsnúmer 2512036

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 266. fundur - 17.12.2025

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu að framlagi Fjallabyggðar til minningarsjóðs um Mundínu Bjarnadóttur:

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að veita kr. 600.000 framlag í minningarsjóð um Mundínu Bjarnadóttur, en Mundína sem var kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar, lést fyrr á árinu. Sjóðnum, sem kallaður er "Mundýjarsjóður", er ætlað að styðja við uppbyggingu bókasafns og fræðsluseturs við Grunnskóla Fjallabyggðar í þeirri mynd sem Mundína hafði séð fyrir sér og hafði frumkvæði af að koma á fót."
Samþykkt
Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Guðjón M Ólafsson og Tómas Einarsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar fagnar framkominni tillögu og samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að veita kr. 600.000 framlag í Mundýjarsjóð.