Bæjarstjórn Fjallabyggðar

255. fundur 26. febrúar 2025 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Bæjarstjóri greindi frá fundargerðum bæjarráðs sem teknar eru fyrir á fundinum

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 861. fundur - 23. janúar 2025.

Málsnúmer 2501008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum og eru liðir 1 og 2 sérstaklega lagðir fram til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Fundargerðin, að undanskildum liðum 1 og 2 sem sérstaklega eru teknir fyrir, er staðfest í heild sinni með 7 atkvæðum.
  • 1.1 2501040 Verðtilboð í endurtekið útboð á ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 861. fundur - 23. janúar 2025. Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að taka tilboði Katrínar Drífu Sigurðardóttur f.h. óstofnaðs félags í ræstingu Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöðvar á Siglufirði og ræstingu Ráðhúss Fjallabyggðar og tilboði Kristalhreint ehf í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála Siglufirði, og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar. Bókun fundar S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
  • 1.2 2303052 Hvatar vegna nýbygginga
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 861. fundur - 23. janúar 2025. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir með vísan til heimildar í a-lið 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð frá 4. júlí 2018 að fella tímabundið niður öll gatnagerðargjöld í Fjallabyggð. Tekur ákvörðunin þegar gildi og gildir til 31.12.2025. Með þessu vill bæjarráð halda áfram að búa til jákvæða hvata til nýbygginga í sveitarfélaginu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 862. fundur - 6. febrúar 2025.

Málsnúmer 2501012FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum og er lögð fram í heild.
Enginn tók til máls
Samþykkt
Fundargerðin er staðfest í heild sinni með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 863. fundur - 18. febrúar 2025.

Málsnúmer 2502002FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum. Liðir 2 og 3 bornir upp sérstaklega
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S.Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M. Ólafsson.
Samþykkt
Fundargerðin í heild, að undanskildum liðum 2 og 3 sem bornir eru upp sérstaklega, staðfest með 7 atkvæðum.
  • 3.2 2501064 Verksamningur um ræstingu fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöð Siglufirði 2025-2028
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 863. fundur - 18. febrúar 2025. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
  • 3.3 2502010 Verksamningur um ræstingu fyrir Ráðhús Fjallabyggðar, 2025-2028.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 863. fundur - 18. febrúar 2025. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kynnt drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.

4.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 31. fundur - 28. janúar 2025.

Málsnúmer 2501011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram í heild.
Enginn tók til máls
Samþykkt
Fundargerðin í heild staðfest með 7 atkvæðum.

5.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 42. fundur - 7. febrúar 2025.

Málsnúmer 2502001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram í heild.
Enginn tók til máls
Samþykkt
Fundargerðin staðfest í heild sinni með 7 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 17. febrúar 2025.

Málsnúmer 2502003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram í heild.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, Guðjón M.Ólafsson, S.Guðrún Hauksdóttir og Sæbjörg Ágústsdóttir.
Samþykkt
Fundargerðin staðfest í heild sinni með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 319. fundur - 19. febrúar 2025.

Málsnúmer 2501010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum og er liður 1 í fundargerðinni borinn upp sérstaklega.

Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Arnar Þór Stefánsson, Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og S.Guðrún Hauksdóttir.

Samþykkt
Fundargerðin í heild, að undanskildum lið 1 sem borinn er upp sérstaklega, staðfest með 7 atkvæðum.
  • 7.1 2405039 Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar vegna nýs verslunarkjarna
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 319. fundur - 19. febrúar 2025. Erindi samþykkt Bókun fundar Tómas Atli Einarsson lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu á lið 1 í fundargerðinni:

    "Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 19.2 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að T-ark yrði veittur frestur til 15. maí næstkomandi til að skila inn svörum við þeim athugasemdum sem bárust í umsagnarferlinu. Frestur T-ark til að koma sínum sjónarmiðum vegna framkominna athugasemda vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hefði að öllu jöfnu verið átta vikur frá 2. janúar. Vert er hér að hafa í huga að sjónarmið þau er T-ark mun tefla fram eru innlegg í formleg svör bæjarstjórnar til þeirra sem sendu inn athugasemdir.

    Eftir að hafa farið vel yfir það mál sem hér er til umræðu og þá stöðu sem uppi í samfélaginu hér í Fjallabyggð tel ég skynsamlegast að beina Samkaupum á aðra staðsetningu í bænum. Mitt mat er með öðrum orðum að best sé að deiliskipulagið sem samþykkt var árið 2017 skuli standa óbreytt og að hið svokallað fimm liða samkomulag skuli virt, sérstaklega hvað varðar fyrsta lið þess.

    Það er mitt mat að sú sýn sem sjá má stað í samkomulaginu og uppbygging sem átti sér stað í kjölfar undirritunar þess hafi fært samfélaginu ómæld verðmæti svo sem uppbyggingu á einu glæsilegasta hóteli landsins og endurgerð á húsum sem voru í niðurníðslu. Þá er einnig er ljóst, að mínu mati, að fyrrgreind sýn sem lagt var upp með í samkomulaginu hefur aukið hróður bæjarfélagsins og aukið möguleika til atvinnusköpunar. Meðal annars þess vegna tel ég mikilvægt að núverandi deiliskipulag og framtíðarsýn verði látin halda sér.

    Sveitarfélagið, og fulltrúar þess bera ábyrgð á að standa við og virða þau samkomulög sem gerð eru eins vel og mögulegt er út frá fjárhagsstöðu, og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Ég tel að áframhaldandi umræða og deilur um þetta mál séu ekki samfélaginu til góðs og leiði einungis til aukins ágreinings og átaka.

    Ef bæjarstjórn ákveður engu að síður að halda áfram með þetta mál og samþykkja breytingu á deiliskipulagi frá árinu 2017 þá er ljóst í mínum huga að bæjarstjórn þarf að samþykkja sérstaklega að slíta því samkomulagi sem hefur verið leiðarljós bæjarstjórna frá undirritun þess árið 2012.
    Með það að markmiði að T-ark gefist færi á að koma sjónarmiðum á framfæri áður en bæjarstjórn svarar þeim sem sendu inn athugasemdir geri ég það að tillögu minni að veittur verði frestur til 15. mars."

    Tómas Atli Einarsson óskaði eftir fundarhléi kl 18:06 og var gert hlé á fundinum til kl 18:34 og var þá aftur gengið til dagskrár.

    Tillaga Tómasar Atla Einarssonar um að frestur verði veittur til 15.mars í stað 15.maí sbr.samþykkt skipulags - og umhverfisnefndar, felld með 6 atkvæðum gegn 1.

    Liður 1 í fundargerðinni staðfestur með 6 atkvæðum.

8.Öldungaráð Fjallabyggðar - 8. fundur - 19. febrúar 2025.

Málsnúmer 2502004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 1 liður og lögð fram í heild sinni
Samþykkt
Fundargerðin í heild staðfest með 7 atkvæðum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 20. febrúar 2025

Málsnúmer 2502005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram í heild sinni.
Samþykkt
Fundargerðin í heild staðfest með 7 atkvæðum.

10.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Fundargerð 16.fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar ásamt fjárhagsáætlun ársins 2025 er lögð fram.
Samþykkt
Fundargerðin ásamt fjárhagsáætlun ársins 2025 staðfest með 7 atkvæðum.

11.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2025

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Fundargerð 70.fundar SSNE lögð fram.
Samþykkt
Fundargerðin er staðfest með 7 atkvæðum.

12.Innköllun hluta lóða við Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit 46 SR

Málsnúmer 2411076Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi vinnuskjal lögfræðings vegna innsendra athugasemda varðandi ákvörðun bæjarstjórnar frá 29.október 2024 um að leysa til sín hluta lóðanna að Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit SR 46, sem falla innan lóðarinnar að Skipagötu 3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar.
Samþykkt
Í ljósi framkominna athugasemda við innköllun lóðanna samþykkir bæjarstjórn að óska eftir frekari upplýsingum frá Primex ehf., Genis ehf. og Kleifum fiskeldi ehf., varðandi hugsanlega nýtingu á lóðaréttindum á Verksmiðjureit 1 og Verksmiðjureit SR 46 í Fjallabyggð og áformum þeirra varðandi atvinnuaukandi uppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjóra falið að senda ofangreindum aðilum formlegt erindi þess efnis þar sem m.a. verði óskað eftir upplýsingum um væntanlega nýtingu á lóðaréttindum m.t.t. stærðar og tímaáætlun á fyrirhuguðum framkvæmdum.

13.Áskorun til atvinnuvegaráðherra vegna burðarþols Eyjafjarðar.

Málsnúmer 2502022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að áskorun til atvinnuvegaráðherra vegna burðarþols Eyjafjarðar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Guðjón M Ólafsson.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum eftirfarandi áskorun:

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar skorar á atvinnuvegaráðherra að óska nú þegar eftir mati á burðarþoli Eyjafjarðar með tilliti til fiskeldis og að í beinu framhaldi verði unnið áhættumat fyrir erfðablöndun vegna mögulegs fiskeldis í firðinum. Afar mikilvægt er fyrir aðila sem huga að atvinnuuppbyggingu á svæðinu, hvort sem það eru einkaaðilar eða opinberir aðilar, að fyrir liggi allar forsendur til stefnumótandi ákvarðana og er því brýnt að þessar upplýsingar liggi
fyrir sem fyrst."

14.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram tillögur að eftirfarandi breytingum í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar.

Félag eldri borgara á Siglufirði skipa eftirtalda fulltrúa í Öldungaráð: Ólafur Baldursson og Guðleifur Svanbergsson og til vara verða Pálína Pálsdóttir og Brynhildur Bjarkadóttir. Úr Öldungaráði fer Konráð Baldvinsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands skipar Helgu Guðrúnu Sigurgeirsdóttur sem varamann HSN í Öldungaráð Fjallabyggðar í stað Önnu Sigurbjargar Gilsdóttur.

A listinn leggur til breytingar á skipan fulltrúa í félagsmálanefnd. Guðrún Linda Rafnsdóttir verður aðalfulltrúi í félagsmálanefnd í stað Friðþjófs Jónssonar. Rögnvaldur Ingólfsson tekur sæti varamanns í nefndinni í stað Guðrúnar Lindu.

Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á trúnaðarstöðum samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022-2026.

Fundi slitið - kl. 19:00.