Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum og eru liðir 1 og 2 sérstaklega lagðir fram til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
.1
2501040
Verðtilboð í endurtekið útboð á ræstingu í stofnunum Fjallabyggðar - Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 861. fundur - 23. janúar 2025.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að taka tilboði Katrínar Drífu Sigurðardóttur f.h. óstofnaðs félags í ræstingu Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöðvar á Siglufirði og ræstingu Ráðhúss Fjallabyggðar og tilboði Kristalhreint ehf í ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, Leikskála Siglufirði, og gerður verði þriggja ára samningur með möguleika á framlengingu til eins árs að hámarki tvisvar.
Bókun fundar
S.Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
.2
2303052
Hvatar vegna nýbygginga
Bæjarráð Fjallabyggðar - 861. fundur - 23. janúar 2025.
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir með vísan til heimildar í a-lið 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð frá 4. júlí 2018 að fella tímabundið niður öll gatnagerðargjöld í Fjallabyggð. Tekur ákvörðunin þegar gildi og gildir til 31.12.2025. Með þessu vill bæjarráð halda áfram að búa til jákvæða hvata til nýbygginga í sveitarfélaginu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.