Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 14. desember 2022.

Málsnúmer 2212008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 224. fundur - 28.12.2022

Fundargerð nefndarinnar inniheldur einn dagskrárlið sem lagður er fram til afgreiðslu.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn þakkar Hauki Sigurðssyni fyrir vel unnin störf á liðnum árum og býður nýjan forstöðumann Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar velkominn til starfa.
  • .1 2211104 Ráðning í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 14. desember 2022. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir ráðningarferli vegna ráðningar í stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Starf forstöðumanns var auglýst 16. nóvember 2022 á vef Fjallabyggðar, á alfred.is og trolli.is, í Tunnunni og Fréttablaðinu. Umsóknarfrestur um starfið var til og með 30. nóvember sl. Átta umsækjendur voru um starfið.
    Deildarstjóri kynnti nefndinni þá niðurstöðu að ráða Skarphéðinn Þórsson í starfið. Fræðslu- og frístundanefnd býður Skarphéðinn velkominn til starfa.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.