Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022.

Málsnúmer 2201011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 210. fundur - 09.02.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4 og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir lið nr.5.
 • .1 2109032 Málefni aldraðra - Sveiganleg dagdvöl og dagþjálfun.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samstarfsyfirlýsingu og verksamningi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .2 2104063 Tjaldsvæðahús Ólafsfirði - útboð.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Sölva Sölvasonar í verkið „Aðstöðuhús við tjaldsvæðið í Ólafsfirði“ og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .3 2201057 Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Trésmíði ehf. í verkið "Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa" og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .4 2201046 Suðurgata 4, breytingar á 2 hæð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Byggingarfélagsins Berg ehf. í verkið "Suðurgata 4, breytingar á 2.hæð" og felur bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .9 1801083 Samningar um samstarf sveitarfélaga
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 3. febrúar 2022. Bæjarráð samþykkir að skipa formann bæjarráðs og bæjarstjóra í samráðshópinn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.