Bæjarstjórn Fjallabyggðar

174. fundur 08. maí 2019 kl. 17:00 - 18:15 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson varabæjarfulltrúi, I lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varabæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019

Málsnúmer 1904007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona bókasafns og héraðsskjalavörður Fjallabyggðar sátu undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar - Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands á starfsemi héraðsskjala 2017 en skýrslan er gefin út í desember 2018.
    Einnig lögð fram til kynningar uppfærð stefnumótun Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar 2018-2021 ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda, og menningarmála og héraðsskjalavarðar frá 26.03.2019 þar sem fram koma skýringar við meginniðurstöðum og athugasemdum í skýrslu Þjóðskjalasafns frá desember 2018.

    Bæjarráð þakkar deildarstjóra og héraðsskjalaverði greinagóðar upplýsingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 08.04.2019 er varðar endurgreiðslu kostnaðar á búnaði til snjóflóðaeftirlits en Fjallabyggð ber að skaffa búnað samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Lagt er til að greiðsla til eftirlitsmanns verði 235.000 á ári eða alls 470.000.

    Lögð fram drög að samkomulagi við Gest Hansson og Tómas Einarsson snjóflóðaeftirlitsmenn byggð á 3. greinar laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997 og reglugerðar um störf og búnað eftirlitsmanna vegna eftirlits með hættu á ofanflóðum frá 8. janúar 1998.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 8/2019 að upphæð kr. 370.000.- við deild 07400, lykil 2090 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi milli Fjallabyggðar og Leyningsáss ses. um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal fyrir tímabilið 1. júní 2019 til 1. júní 2022.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 15.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í 3. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði voru opnuð mánudaginn 15 apríl. Eftirfarandi tilboð bárust:
    Sölvi Sölvason 12.352.925
    Fjallatak ehf 12.371.350
    Bás ehf 12.992.825
    Kostnaðaráætlun er kr. 11.253.440.

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að lægsta tilboði verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar, sem jafnframt er lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 15.03.2019 þar sem fram kemur að tilboð í malbikun í Fjallabyggð 2019 voru opnuð mánudaginn 15 apríl. Eftirfarandi tilboð bárust:
    Hlaðbær Colas kr. 57.323.000
    Malbikun Norðurlands kr. 48.355.000
    Malbikun Akureyrar kr. 34.134.000
    Kostnaðaráætlun kr. 38.815.000

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Malbikunar Akureyrar sem jafnframt er lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til og með mars 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lögð fram drög að verksamningi um þvott fyrir hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekku Ólafsfirði við Þernuna fatahreinsun. Samningurinn gildir frá 1. maí 2019 til 30. apríl 2022.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur hjúkrunarforstjóra Hornbrekku að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lögð fram drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélagið Fjallabyggð um gjafir til fyrirtækja, stofnana, félaga og félagasamtaka.

    Einnig lögð fram fyrirspurn Kristínar Sigurjónsdóttir fh. Trölla.is, dags. 15.04.2019 um stefnu sveitarfélagsins varðandi afmæli félaga.

    Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að vinna lista yfir fyrirtæki, stofnanir, félög og félagasamtök og felur deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að vinna drögin áfram.

    Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindi Trölla.is.

    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.04.2019 þar sem fram kemur að samningar vegna tímavinnu véla og tækja runnu út 22. apríl síðastliðinn. Heimilt er að framlengja til eins árs að öðrum kosti þarf að gera nýja verðkönnun.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gera nýja verðkönnun vegna tímavinnu véla og tækja.

    Eftirtöldum aðilum er boðin þáttaka í verðkönnun:

    Árni Helgason ehf
    Bás ehf
    Fjallatak ehf
    Magnús Þorgeirsson
    Smári ehf
    Sölvi Sölvason
    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Eddu Láru Guðgeirsdóttur fótaaðgerðafræðings, dags. 05.04.2019 þar sem hún óskar eftir því að fá að nýta aðstöðu í Hornbrekku til þess að sinna þjónustu við aldraða.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Menningarfélags Akureyrar, dags. 10.04.2019 þar sem fram kemur að Lýsa - rokkhátíð samtalsins verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 6. og 7. september nk. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Huldu Sif Hermannsdóttur aðstoðarmanns bæjarstjóra á Akureyri, dags. 08.04.2019 þar sem boðið er til sameiginlegs fundar með bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar um málefni sveitarfélaganna þann 29. maí nk. kl. 14.30-16.

    Bæjarráð þakkar gott boð og felur deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að staðfesta fundartíma.



    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Unnar Önnu Valdimarsdóttur og Örnu Hauksdóttur fh. Háskóla Íslands, dags. 02.04.2019 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið vekji athygli á rannsókninni Áfallasaga kvenna sem hófst á vormánuðum 2018 og miðar að því að skapa þekkingu á umfangi, áhættuþáttum og heilsufarslegum afleiðingum áfalla og ofbeldis gegn konum en samfélagsleg umræða síðasta árs sýnir að það er mikilvægt að varpa ljósi á vægi áhrifa þessara þátta á heilsufar kvenna hér á landi. Rannsóknin er fjármögnuð af Evrópska rannsóknarráðinu og Rannís og er ein stærsta vísindarannsókn sem framkvæmd hefur verið á þessu sviði á heimsvísu.

    Öllum konum á Íslandi, 18 ára og eldri, býðst að taka þátt í rannsókninni með því að svara rafrænum spurningalista um áfallasögu sína og heilsufar. Viðtökur við rannsókninni hafa verið góðar - hingað til hafa rúmlega 30 þúsund konur tekið þátt í rannsókninni en skráning nýrra þátttakenda stendur yfir til 1. maí nk. Góð þátttaka kvenna skiptir sköpum fyrir vísindalegt gildi rannsóknarinnar og svör allra kvenna skipta máli óháð því hvort þær eiga mikla, litla eða enga sögu um áföll.

    Vísbendingar eru þegar til staðar um að áföll og ofbeldi hafi hugsanlega enn meiri áhrif á heilsufar og sjúkrafjarvistir kvenna en hingað til hefur verið talið. Rannsóknin Áfallasaga kvenna er mikilvægur liður í því að skapa örugga vísindalega þekkingu á algengi og vægi áfalla í heilsufari kvenna.

    Allar upplýsingar um rannsóknina má finna á vefsíðunni www.afallasaga.is en einnig er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti (afallasaga@hi.is) eða símleiðis (s. 525-5500) ef frekari upplýsinga er óskað.

    Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að birta erindið á heimasíðu sveitarfélagsins og senda áfram á stjórnendur stofnana.
    Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Péturs Þórs Jónssonar stjórnarformanns Greiðrar leiðar, dags. 15.04.2019 þar sem fram kemur að aðalfundur félagsins verður haldinn 30. apríl nk. í fundarsal Hótel Kea, Akureyri og hefst kl. 11.00. Einnig lagður fram til kynningar undirritaður ársreikningur 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Rögnvalds Helgasonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 12.04.2019 þar sem boðað er til aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands þriðjudaginn 7. maí 2019 kl. 10-12. Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.04.2019 þar sem farið er yfir vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins sem haldið var í Strasbourg 2.-4. apríl sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Framkvæmdarstjórnar Sjúkrahússins á Akureyri, dags. 17.04.2019 þar sem fram kemur að ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri 2019 verður haldinn 9. maí nk. í kjallara suðurálmu sjúkrahússins og hefst kl. 14. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 11.04.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 12.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lagt fram erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12.03.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi frá 3. apríl sl. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lögð fram til kynningar skýrsla afmælisnefndar um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands frá mars 2019. Skýrsluna má nálgast á vefslóðinni www.fullveldi1918.is Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lögð fram til kynningar 870. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 118. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 11. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019

Málsnúmer 1904009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 20.02.2019 að óska eftir tillögu og kostnaðaráætlun frá markaðs- og menningarfulltrúa varðandi veflausnir fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listaverkasafn Fjallabyggðar.

    Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa dags. 09.04.2019 þar sem mælt er með að ráðist verði í uppfærslur á heimasíðu Bókasafns Fjallabyggðar yfir í nýtt útlit og að vefumsjónarkerfi verði uppfært. Áætlaður kostnaður samkvæmt tilboði Stefnu ehf. vegna uppsetningar á vefsvæði með tilbúnu útliti og efnisflutningi er kr. 184.000.
    Einnig lagt fram minnisblað frá Hrönn Hafþórsdóttur forstöðukonu bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar varðandi vefsíður fyrir bókasafn og héraðsskjalasafn.

    Einnig lögð fram kostnaðaráætlun fyrir vefsvæði Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og Listaverkasafns Fjallabyggðar ásamt drögum að samningi við Stefnu ehf.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Stefnu ehf í uppfærslu á vefsvæði Bókasafns Fjallabyggðar og felur markaðs og menningarfulltrúa að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að vísa í viðauka nr. 10/2019 kr. 184.000 við deild 05210, lykill 4342 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir einnig að vísa veflausnum fyrir Héraðsskjalasafn og Listaverkasafn til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 29.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í "ræstingu í ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði" voru opnuð þann 29.apríl sl. kl.11.00.
    Eftirfarandi tilboð bárust :
    Guðrún Brynjólfsdóttir kr. 16.385.544.-
    Minný ehf kr. 14.313.982.-
    Kostnaðaráætlun kr.13.973.271.- án sumarþrifa.

    Deildarstjóri leggur til að samið verið við lægstbjóðanda.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Minný ehf., sem jafnframt er lægstbjóðandi í ræstingar í ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði.
    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Föstudaginn 24. maí nk. verða settir niður gámar í báðum bæjarkjörnum þar sem íbúar geta losað sig við gróður úrgang einnig verður hægt að setja garðúrgang við lóðarmörk sem verður fjarlægður mánudaginn 27.maí nk.

    Vorhreinsun verður nánar auglýst þegar nær dregur.

    Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 26.04.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda opna verðkönnun vegna múrviðgerða á norður og austur hlið á Ráðhúsi Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að heimila opna verðkönnun á múrviðgerðum á norður og austur hlið á Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði og felur deildarstjóra að auglýsa opið útboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.04.2019 þar sem óskað er eftir heimild til þess að verktakarnir, Sturlaugur Kristjánsson og Árni Haraldsson fái að taka þátt í verðkönnun í tímavinnu tækja fyrir Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir að Sturlaugur Kristjánsson og Árni Haraldsson fái að taka þátt í verðkönnun vegna tímavinnu tækja fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Lagt fram erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 23.04.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um tveggja daga skáknámskeið, samtals 10 klst. fyrir ungmenni í Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Í framhaldi af fundi bæjarráðs og stjórnar Golfklúbbs Siglufjarðar sem var þann 26. mars sl. varðandi umsókn félagsins um rekstrarstyrk.

    Lagður fram undirritaður samningur milli Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) og Sigló Golf & Ski Club (Sigló Golf), dags. 23.04.2019 þar sem kveðið er á um aðkomu GKS að golfvelli í Hólsdal, heimavelli klúbbsins, og skyldur aðila í því sambandi.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni Golfklúbbs Siglufjarðar um rekstrastyrk þar sem um einkarekinn golfvöll er að ræða en ekki íþróttasvæði í eigu Fjallabyggðar, rekstrarstyrkir til íþróttafélaga eru einungis greiddir til þeirra félaga sem reka íþróttasvæði í eigu Fjallabyggðar.

    Bæjarráð tekur fram að sveitarfélagið hefur úthlutað GKS æfingasvæði fyrir barna- og unglingastarf og veitt klúbbnum styrk vegna barna- og unglingastarfs að upphæð 300.000 á árinu 2019. GKS hefur einnig, eins og önnur félög, aðgang að bæjarstyrk til UÍF vegna barna- og unglingastarfs, samkvæmt úthlutunarreglum. Styrkur sveitarfélagsins til UÍF á árinu 2019 vegna barna- og unglingastarfs er 11 mkr.
    Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

    Fyrir mistök misritaðist í fundargerð að styrkur til UÍF á árinu 2019 nemi 11 millj.kr. vegna barna- og unglingastarfs. Rétt er að í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir styrk að upphæð kr. 7,5 millj. en styrkurinn var hækkaður um 1 millj.kr. frá árinu 2018.

    Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.8 1904013 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Lagt fram erindi Tómasar Jóhannessonar, snjóflóðasérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, dags. 24.04.2019 þar sem óskað er eftir því að bæjarstjóri Fjallabyggðar fyrir hönd sveitarfélagsins undirriti ásamt sérfræðingum Veðurstofunnar og fleirum áskorun til ríkisstjórnar Íslands vegna uppbyggingar ofanflóðavarna á landinu „Uppbygging ofanfóðavarna - betur má ef duga skal“.

    Einnig lögð fram drög að Áskorun til ríkisstjórnar Íslands, dags.23.04.2019, ásamt bréfum sem bæjarráð Fjallabyggðar hefur sent stjórnvöldum.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita áskorunina fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.10 1904082 Arðgreiðsla 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Lagt fram til kynningar erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 17.04.2019 þar sem fram kemur að heildararðgreiðsla sjóðsins vegna rekstrarársins 2018 samkvæmt samþykktri tillögu á aðalfundi þann 29. mars sl. nam 428 mkr. og skiptist samkvæmt eignarhluta hvers sveitarfélags. Hlutur Fjallabyggðar í Lánasjóði sveitarfélaga er 2,394% og var arðgreiðsla til sveitarfélagsins því 10.246.320 að frádregnum 22% fjármagnstekjuskatti eða 7.992.130. Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019

Málsnúmer 1905001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til apríl 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 350.054.352 eða 102,33% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagður fram viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn varðar tilfærslur á milli verkefna á framkvæmdum ársins 2019. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Fjallabyggðar er kr. 0.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 6. maí sl. þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð mánudaginn 6. maí í verkefnið "Aðalgata. Endurnýjun 2019 Grundargata - Tjarnargata".
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Bás ehf kr. 24.739.560.-
    kostnaðaráætlun kr.33.041.200.-

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboðinu verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 03.05.2019 vegna erindis Eddu Láru Guðgeirsdóttur, fótaaðgerðafræðings um afnot af aðstöðu fyrir starfsemi hennar í Skálarhlíð og Hornbrekku. Varðandi þjónustu fótaaðgerðafræðings við íbúa hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hornbrekku þá eru þau mál í ágætis horfi. Í núgildandi kröfulýsingu fyrir hjúkrunarrými og dvalarrými segir að rekstraraðili skuli sjá til þess að íbúum standi til boða hársnyrti- og fótaaðgerðaþjónusta innan veggja heimilisins og íbúar greiða sjálfir fyrir þessa þjónustu.
    Í vinnuskjali kemur fram að Edda Lára hafi verið upplýst um að snyrtiaðstöðu í Skálarhlíð sem eru leiguíbúðir fyrir aldraða ætti að breyta í íbúð og hún hvött til þess að leysa aðstöðumál sín. Snyrtiaðstaðan hefur fyrst og fremst nýst inniliggjandi sjúklingum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en takmarkað verið notuð af íbúum Skálarhlíðar.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að hafa samband við forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands varðandi snyrtiaðstöðu á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram undirritað gagntilboð í íbúð 201 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur deildastjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.04.2019 þar sem fram kemur að dagana 3-.4. júní nk. verða haldnir „Skapandi dagar fyrir stjórnendur í sveitarfélögum“ í Reykjavík. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30.04.2019 þar sem athygli er vakin á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna. Þar sem athygli er vakin á málþingi um Skólasókn og skólaforðun, Hvert er hlutverk stjórnvalda, skóla og foreldra? Málþingið verður haldið á Grand hótel Reykjavík, 20 maí nk. kl. 08:30-12:00

    Deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála mun sækja fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.10 1904094 Samráðsfundur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 30.04.2019 þar sem óskað er eftir fundi með forsvarsmanni/mönnum sveitarfélagsins með tilvísn til lögbundins samráðs embættisins við sveitarfélög í umdæminu, sbr. 7.gr. l. nr. 50/2014: "Sýslumaður skal hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög og önnur stjórnvöld ríkisins um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæminu eftir því sem við getur átt."
    Ásamt öðru verður stuttlega farið yfir þróun embættisins en fyrir liggur að þróun fjárveitinga frá sameiningu hefur haft neikvæð áhrif á fjölda starfa í sveitarfélaginu og að einhverju marki á þjónustustig.
    Þá er athygli vakin á því að ríkisendurskoðun hefur nýverið staðið fyrir gerð stjórnsýsluúttektar vegna sameiningar sýslumannsembættanna: https://rikisendurskodun.is/syslumenn-stjornsysluuttekt/.
    Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis fjallar nú um skýrsluna: https://www.althingi.is/thingnefndir/dagskra-nefndarfunda/?nfaerslunr=20425

    Bæjarráð samþykkir að boða sýslumann á næsta fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 30.04.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    239. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 2. maí sl. og
    14. fundar Skólanefndar TÁT frá 3. maí sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11. apríl 2019

Málsnúmer 1904006FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11. apríl 2019 Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, mætti á fundinn undir þessum lið fundargerðarinnar og sagði frá stöðu verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar félagsmála staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11. apríl 2019 Samningur við ráðgjafasvið KPMG vegna vinnu við húsnæðisáætlun lagður fram til kynningar á fundinum. Ingvar Á. Guðmundsson, aðalmaður D-lista, bókar að hann lætur í ljós óánægju sína með samning um keypta ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar og spyr hvort að félagsmáladeild og tæknideild ásamt fjármálasviði hefðu ekki getað unni þessa vinnu. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar félagsmála staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11. apríl 2019 Lögð fram drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði Fjallabyggðar. Drögin samþykkt með fjórum atkvæðum. Ingvar Á. Guðmundsson, aðalmaður D-lista, sat hjá. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar félagsmála staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11. apríl 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar félagsmála staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11. apríl 2019 Ársreikningur íbúðasjóðs Lindargötu 2 lagður fram til kynningar á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar félagsmála staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11. apríl 2019 NPA miðstöðin sendi nú fyrir skemmstu bréf til félagsmálastjóra hjá flestum sveitarfélögum landsins þar sem þess er krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd sína á NPA að ákvæðum laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og ákvæðum reglugerðar nr. 1250/2018 um notendastýrða persónulega aðstoð. Með bréfinu fylgdi minnisblað NPA miðstöðvarinnar um útreikning NPA jafnaðarstundar út frá kjarasamningi NPA aðstoðarfólks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar félagsmála staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019

Málsnúmer 1904010FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Nefndin óskar eftir því að Gestur komi á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðaráform fyrirtækisins. Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.4 1904091 Sápuboltamót 2019
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Erindi samþykkt Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er Litla-Hlíð á skilgreindu landsvæði fyrir frístundabyggð. Nefndin gerir því ekki athugasemd við landskiptin og landnotkun á Litlu-Hlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og felur tæknideild að kanna aðra möguleika varðandi snjómokstur á svæðinu. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Nefndin þakkar ábendinguna og felur tæknideild úrlausn málsins. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Nefndin þakkar fyrir erindið og felur tæknideild úrlausn málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 2. maí 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skólanefnd TÁT - 14. fundur - 3. maí 2019

Málsnúmer 1904008FVakta málsnúmer

  • 6.1 1901100 Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga
    Skólanefnd TÁT - 14. fundur - 3. maí 2019 Undirritaður samningur um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagður fram til kynningar. Með nýjum samningi verður málaskrá TÁT framvegis hýst í málakerfi Dalvíkurbyggðar, Dalvíkurbyggð mun halda utan um fundarboðun og fundarritun. Formaður nefndarinnar mun koma frá Fjallabyggð samkvæmt nýjum samningi. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.2 1904052 Skóladagatal Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2019-2020
    Skólanefnd TÁT - 14. fundur - 3. maí 2019 Skóladagatal Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir skólaárið 2019-2020 lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.3 1902032 Þróun stöðugilda og kennslumagns TÁT 2015-2019
    Skólanefnd TÁT - 14. fundur - 3. maí 2019 Vinnuskjal skólastjóra tónlistarskólans yfir þróun stöðugilda og nemendafjölda á árunum 2015-2018 lagt fram. Nemendafjöldi hefur haldist svipaður þessi ár og stöðugildi kennara þau sömu í heildina. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.4 1901106 Fjárhagsupplýsingar, staða bókhalds jan-des 2018
    Skólanefnd TÁT - 14. fundur - 3. maí 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.5 1904051 Fjárhagur 2019 - stöðuskýrsla TÁT
    Skólanefnd TÁT - 14. fundur - 3. maí 2019 Stöðuskýrsla lögð fram til kynningar. Rekstur skólans er í góðu jafnvægi. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1902066Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar samþykkt í síðari umræðu með 7 atkvæðum.

8.Ársreikningur Fjallabyggð 2018

Málsnúmer 1904018Vakta málsnúmer

Til máls tók Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG ehf og Gunnar I. Birgisson.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikning 2018 samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:15.