Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

239. fundur 02. maí 2019 kl. 16:30 - 17:45 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um byggingarleyfi - Hrannarbyggð 7

Málsnúmer 1903027Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 9. mars 2019 þar sem Eiríkur Pálmason óskar eftir leyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Hrannarbyggð 7 samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Kristján Eldjárn Hjartarson byggingafræðing. Einnig lagt fram samþykki nágranna að Hrannarbyggð 5.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

2.Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging á Skógarstíg 8

Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 10. apríl 2019 þar sem Kristján Hauksson óskar eftir leyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús sitt samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Gísla G. Gunnarsson byggingafræðing.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

3.Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga á gámi

Málsnúmer 1904087Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 23. apríl 2019 þar sem Gestur Hansson f.h. Top Mountaineering óskar eftir leyfi fyrir útlitsbreytingum á gám við Norðurtanga.
Nefndin óskar eftir því að Gestur komi á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðaráform fyrirtækisins.

4.Sápuboltamót 2019

Málsnúmer 1904091Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 29. apríl 2019 þar sem Heimir Ingi Grétarsson f.h. Sápuboltans ehf. óskar eftir leyfi til að halda sápuboltamótið á túninu norðan við Olís í Ólafsfirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Hvanneyrarbraut 28 Siglufirði

Málsnúmer 1904036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 30. mars 2019, þar sem húseigendur Hvanneyrarbrautar 28 óska eftir stækkun lóðarinnar til austur skv. meðfylgjandi uppdrætti. Einnig er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings. Lagður fram nýr lóðarleigusamningur ásamt lóðarmarkayfirlýsingu og lóðablaði.
Samþykkt
Erindi samþykkt
Undir þessum lið vék Konráð K. Baldvinsson af fundi.

6.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Hlíðarvegur 31 Siglufirði

Málsnúmer 1904047Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings Hlíðarvegar 31, dagsett 11. apríl 2019. Einnig lögð fram drög að nýjum samning og lóðarmarkayfirlýsingu ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Laugarvegur 25 Siglufirði

Málsnúmer 1904062Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir laugarveg 25, dagsett 12. apríl 2019. Einnig lögð fram drög að nýjum samning og lóðarblaði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Lóðarleigusamningur vegna Hornbrekku

Málsnúmer 1810015Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamning ásamt lóðarblaði vegna skiptingu eignarhalds Ríkiseigna og Fjallabyggðar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Landskipti úr Hlíð , Ólafsfirði

Málsnúmer 1904071Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gunnars L. Jóhannssonar dagsett 24.apríl 2019. Óskað er eftir umsögn nefndarinnar vegna landskipa Hlíðar 3 úr jörðinni Hlíð og Litlu-Hlíðar úr lóðinni Hlíð 3. Eigandi Litlu-Hlíðar eftir landskiptin hyggst reisa þar frístundahús.
Erindi svarað
Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er Litla-Hlíð á skilgreindu landsvæði fyrir frístundabyggð. Nefndin gerir því ekki athugasemd við landskiptin og landnotkun á Litlu-Hlíð.

10.Snjómokstur í tjörn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1904020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur dagsett 4. apríl 2019 þar sem bent er á mengun í tjörninni í miðbæ Ólafsfjarðar, vegna snjómoksturs.
Erindi svarað
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og felur tæknideild að kanna aðra möguleika varðandi snjómokstur á svæðinu.

11.Yfirgefnar vinnubúðir á gamla flugvellinum í Ólafsfirði

Málsnúmer 1904095Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, nefndarmanns Skipulags- og umhverfisnefndar, dagsett 29. apríl 2019 þar sem óskað er eftir því að vinnubúðir á gamla flugvellinum í Ólafsfirði verði fjarlægðar.
Erindi svarað
Nefndin þakkar ábendinguna og felur tæknideild úrlausn málsins.

12.Athugasemdir vegna umhirðu húss og lóðar á Ólafsvegi 14-16

Málsnúmer 1904096Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hildar Gyðu Ríkharðsdóttur f.h. Hallarinnar veitingahúss dagsett 29. apríl 2019 þar sem gerðar eru athugasemdir vegna umhirðu húss og lóðar á Ólafsvegi 14-16.
Erindi svarað
Nefndin þakkar fyrir erindið og felur tæknideild úrlausn málsins.

13.Umsókn um leyfi til hænsnahalds

Málsnúmer 1905002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 30. apríl 2019 þar sem forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri Hornbrekku óskar eftir leyfi fyrir 6 hænum á lóð stofnunarinnar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

14.Verndarsvæði í byggð - Gömul byggð á Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1702058Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðfesting ráðherra á að Þormóðseyri á Siglufirði verði verndarsvæði í byggð. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna.
Lagt fram

15.Eftirlitsskýrslur heilbrigðiseftirlitsins 2019

Málsnúmer 1904090Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla HNV vegna skíðaskála í Skarðsdal.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:45.