Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019

Málsnúmer 1905001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 174. fundur - 08.05.2019

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til apríl 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 350.054.352 eða 102,33% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagður fram viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn varðar tilfærslur á milli verkefna á framkvæmdum ársins 2019. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Fjallabyggðar er kr. 0.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 6. maí sl. þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð mánudaginn 6. maí í verkefnið "Aðalgata. Endurnýjun 2019 Grundargata - Tjarnargata".
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Bás ehf kr. 24.739.560.-
    kostnaðaráætlun kr.33.041.200.-

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboðinu verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 03.05.2019 vegna erindis Eddu Láru Guðgeirsdóttur, fótaaðgerðafræðings um afnot af aðstöðu fyrir starfsemi hennar í Skálarhlíð og Hornbrekku. Varðandi þjónustu fótaaðgerðafræðings við íbúa hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hornbrekku þá eru þau mál í ágætis horfi. Í núgildandi kröfulýsingu fyrir hjúkrunarrými og dvalarrými segir að rekstraraðili skuli sjá til þess að íbúum standi til boða hársnyrti- og fótaaðgerðaþjónusta innan veggja heimilisins og íbúar greiða sjálfir fyrir þessa þjónustu.
    Í vinnuskjali kemur fram að Edda Lára hafi verið upplýst um að snyrtiaðstöðu í Skálarhlíð sem eru leiguíbúðir fyrir aldraða ætti að breyta í íbúð og hún hvött til þess að leysa aðstöðumál sín. Snyrtiaðstaðan hefur fyrst og fremst nýst inniliggjandi sjúklingum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en takmarkað verið notuð af íbúum Skálarhlíðar.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að hafa samband við forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands varðandi snyrtiaðstöðu á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram undirritað gagntilboð í íbúð 201 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur deildastjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.04.2019 þar sem fram kemur að dagana 3-.4. júní nk. verða haldnir „Skapandi dagar fyrir stjórnendur í sveitarfélögum“ í Reykjavík. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30.04.2019 þar sem athygli er vakin á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna. Þar sem athygli er vakin á málþingi um Skólasókn og skólaforðun, Hvert er hlutverk stjórnvalda, skóla og foreldra? Málþingið verður haldið á Grand hótel Reykjavík, 20 maí nk. kl. 08:30-12:00

    Deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála mun sækja fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .10 1904094 Samráðsfundur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 30.04.2019 þar sem óskað er eftir fundi með forsvarsmanni/mönnum sveitarfélagsins með tilvísn til lögbundins samráðs embættisins við sveitarfélög í umdæminu, sbr. 7.gr. l. nr. 50/2014: "Sýslumaður skal hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög og önnur stjórnvöld ríkisins um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæminu eftir því sem við getur átt."
    Ásamt öðru verður stuttlega farið yfir þróun embættisins en fyrir liggur að þróun fjárveitinga frá sameiningu hefur haft neikvæð áhrif á fjölda starfa í sveitarfélaginu og að einhverju marki á þjónustustig.
    Þá er athygli vakin á því að ríkisendurskoðun hefur nýverið staðið fyrir gerð stjórnsýsluúttektar vegna sameiningar sýslumannsembættanna: https://rikisendurskodun.is/syslumenn-stjornsysluuttekt/.
    Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis fjallar nú um skýrsluna: https://www.althingi.is/thingnefndir/dagskra-nefndarfunda/?nfaerslunr=20425

    Bæjarráð samþykkir að boða sýslumann á næsta fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 30.04.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 7. maí 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    239. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 2. maí sl. og
    14. fundar Skólanefndar TÁT frá 3. maí sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 603. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.