Bæjarráð Fjallabyggðar

713. fundur 07. október 2021 kl. 08:00 - 09:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2109061Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri. Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra dags. 19. september 2021 og 27. september 2021 þar sem farið er yfir fjárhagsáætlun 2021.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir greinagóða yfirferð á stöðu fjárheimilda ársins 2021 svo og á greiningu útkalla liðsins. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 25/2021 að upphæð kr. 5.012.249 við deild 07210, lykill 1110, kr. 4.170.446 og lykill 1890, kr. 841.803 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2109067Vakta málsnúmer

Á 711. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Anitu Elefsen fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands ses. varðandi endurnýjun á rekstrarsamningi. Á fund bæjarráðs mætti Anita Elefsen og fór yfir innsent erindi.
Lagt fram
Bæjarráð þakkar Anitu Elefsen fyrir erindið og góða yfirferð. Bæjarráð vísar erindi Síldarminjasafns Íslands ses. um endurnýjun á rekstrarsamningi til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

3.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til september 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 916.825.297.- eða 101,79% af tímabilsáætlun 2021.
Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

4.Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2109068Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. september 2021 varðandi innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, stuðningsverkefnum haustið 2021 til vors 2022. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði til að styrkja við innleiðingu heimsmarkmiða í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir hönd Fjallabyggðar og vera tengilið sveitarfélagsins ásamt S. Guðrúnu Hauksdóttur fyrir hönd kjörinna fulltrúa.

5.Erindi til bæjarráðs - Sorphirðugjald

Málsnúmer 2109089Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðbrands Jónassonar, dags. 29. september 2021, eiganda að Þormóðsgötu 34. Guðbrandur óskar eftir að sorptunnur verði fjarlægðar og að sorphirðugjald verði undanskilið í næstu álagningu þar sem húsið stendur autt.
Synjað
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2110011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Karls Björnssonar fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september 2021.

Hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (sbr. meðf. minnisblöð og gögn) er hér með send til sveitarfélaga á landsbyggðinni og landshlutasamtaka þeirra.

Í samræmi við bókun stjórnar sambandsins er óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana
fyrir lok október.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra um málið.

7.Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi - 2021

Málsnúmer 2109083Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hjalta Þórarinssonar fyrir hönd Markaðsstofu Norðurlands varðandi árlega uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi, sem haldinn verður þann 14. október nk..
Samþykkt
Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að sækja uppskeruhátíðina fyrir hönd Fjallabyggðar.

8.Spjallmenni fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 2109084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Önnu Nikulásdóttur dags. 28. september 2021, fyrir hönd Grammateks ehf, vegna spjallmenna m.a. fyrir sveitarfélög.
Lagt fram
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.