Fundargerðir Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1611031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15.11.2016

Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir Tónlistarskólans á Tröllaskaga:

1. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga,
haldinn í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, 7. október 2016

2. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga,
haldinn í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, 4. nóvember 2016

Samþykkt var á fundi skólanefndar 4. nóvember 2016, að vísa
eftirfarandi málum til samþykkta í sveitar- og bæjarstjórnum:
Erindisbréf skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Fjárhagsáætlun TÁT-2017.

Jafnframt var starfslýsingum deildarstjóra og aðstoðarskólastjóra TÁT vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjar- og byggðaráðum sveitarfélaganna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með byggðarráði Dalvíkurbyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 520. fundur - 26.09.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 12. september 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 533. fundur - 06.12.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, sem haldinn var 28. nóvember 2017.