Bæjarráð Fjallabyggðar

501. fundur 16. maí 2017 kl. 08:00 - 09:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.17. júní 2017

Málsnúmer 1704054Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við Menningar- og fræðslunefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda í Fjallabyggð árið 2017.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

2.Sjómannadagurinn 2017

Málsnúmer 1704044Vakta málsnúmer

Í erindi Sjómannafélags Ólafsfjarðar, dags. 9. maí 2017, er þakkað fyrir styrk sem veittur er til Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð 2017. Jafnframt er þess óskað að félagið fái Tjarnarborg til afnota endurgjaldslaust um sjómannadagshelgina. Einnig er þess óskað að félagið fái afnot af smákofum líkt og undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkir beiðni Sjómannafélagsins og vísar upphæðinni til viðauka.

3.Aðstöðuhús við Brimnes

Málsnúmer 1705018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Helga Jóhannssyni, dags. 3. maí 2017, þar sem óskað er eftir því að komið verði upp aðstöðuhúsi fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði.
Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati frá deildarstjóra tæknideildar.

4.Málefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Málsnúmer 1504010Vakta málsnúmer

Forstjóri HSN, Jón Helgi Björnsson mætti á fundinn kl. 8:30.
Bæjarráð hafnar beiðni forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Norðurlandi um aðkomu Slökkviliðs Fjallabyggðar við að koma á fót vettvangshópi í Ólafsfirði í kjölfar þess að vakt sjúkraflutningamanna verður lögð niður. Þetta verkefni er alfarið á ábyrgð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og því er það HSN að leysa þau verkefni sem tengjast heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisvaldsins í Fjallabyggð.

Bæjarráð mótmælir jafnframt harðlega þeirri þjónustuskerðingu sem fyrirhuguð er hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð. Bæjarráð telur óásættanlegt að vakt sjúkraflutningamanna í Ólafsfirði verði lögð niður. Jafnframt telur bæjarráð óásættanlegt að heilsugæslan í Ólafsfirði verði lokuð eftir hádegi yfir sumartímann. Ekki er einungis um að ræða skertan aðgang íbúa að heilsugæslu heldur einnig lengri afgreiðslufrest á lyfjum.

Bæjarráð hvetur forstjóra HSN til að leita annarra leiða svo ekki þurfi til þjónustuskerðingar að koma.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda þessa bókun til heilbrigðisráðherra, framkvæmdarstjóra HSN og þingmanna kjördæmisins.

5.Sala á félagsheimilinu Hringveri í Ólafsfirði

Málsnúmer 1705042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Svanfríði Halldórsdóttur, dags. 11. maí 2017, þar sem kannaður er áhugi Fjallabyggðar á því að nýta sér forkaupsrétt að félagsheimilinu Hringveri í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkaupsréttinn.

6.Vallargata, Siglufirði

Málsnúmer 1705041Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs vegna framkvæmda við Vallargötu, Siglufirði, þar sem eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Árni Helgason ehf.
Smári ehf.
Bás ehf
Sölvi Sölvason
Magnús Þorgeirsson
Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.

7.Drög að reglugerð um rekstur Héraðsskjalasafns til umsagnar

Málsnúmer 1705032Vakta málsnúmer

Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna lögð fram. Umsagnarfrestur er til og með 16. júní.
Frestað til næsta fundar.

8.Beiðni um umsögn vegna umsóknar Sjómannafélags Ólafsfjarðar um tímabundið tækifærisleyfi

Málsnúmer 1705036Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 11. maí 2017 um umsögn Fjallabyggðar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds og sölu áfengis vegna hátíðarhalda Sjómannafélags Ólafsfjarðar í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar um sjómannadagshelgina 9.-11. júní 2017.
Bæjarráð samþykkir tækifærisleyfið fyrir sitt leyti.

9.Kvenfélagið Æskan - Beiðni um styrk

Málsnúmer 1705043Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Kvenfélaginu Æskunni, Ólafsfirði, dags. 10. maí 2017. Í tilefni af 100 ára afmæli félagsins sækir félagið um 700.000 kr. styrk til þess að fagna áfanganum í Tjarnarborg þann 17. júní n.k..
Bæjarráð samþykkir að veita kvenfélaginu 100.000 kr. styrk og afnot af Tjarnarborg þann 17. júní 2017 endurgjaldslaust.
Bæjarráð samþykkir að vísa styrkupphæðinni til viðauka.

10.Kynningarfundur um gerð húsnæðisáætlana

Málsnúmer 1705038Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem kannaður er áhugi Fjallabyggðar á því að fá kynningu á gerð húsnæðisáætlana. Hlutverk slíkra áætlana er m.a. að greina stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig og greina framboð og eftirspurn.
Lagt fram til kynningar.

11.Embla - matarverðlaun Norðurlandanna

Málsnúmer 1705039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bændasamtökum Íslands dags. 11. maí 2017 þar sem fram kemur að Siglufjörður hafi verið tilnefndur sem fulltrúi Íslands til Emblu-verðlaunanna sem eru samnorræn matarverðlaun

12.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2017

Málsnúmer 1705022Vakta málsnúmer

Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. maí n.k. kl. 14, að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

13.Málþing um skipulag haf- og strandsvæða 17. maí 2017

Málsnúmer 1705040Vakta málsnúmer

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Austurlandi standa fyrir málþingi um skipulag haf- og strandsvæða þann 17. maí n.k. kl. 9:15-12:00 í Þórðarbúð, Austurvegi, Reyðarfirði.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá nefndasviði Alþingis - 190. mál til umsagnar

Málsnúmer 1705025Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar

Málsnúmer 1703022Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 12. desember 2016 og 19. apríl 2017 auk fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

16.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Fundargerð Markaðs- og menningarnefndar frá 10. maí 2017 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.