Málefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Málsnúmer 1504010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 09.04.2015

Á fund bæjarráðs kom Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Rædd voru málefni heilbrigðisstofnunarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 493. fundur - 21.03.2017

Á fundinn mæta forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Framkvæmdastjórn HSN hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja af sjúkrabílavakt á Ólafsfirði en að sjúkrabíllinn verði áfram staðsettur þar og verði tiltækur ef aðstæður krefjast. Tryggja þarf viðbragð þar við bráðum uppákomum og er stefnt að því að mynda hóp vettvangsliða í samstarfi við slökkvilið og/eða björgunarsveit til að sinna fyrsta viðbragði áður en sjúkrabíll kæmi frá Siglufirði eða í undantekningartilfellum frá Dalvík.

Bæjarráð mótmælir harðlega ákvörðun Framkvæmdarstjórnar HSN og hvetur þá til að endurskoða ákvörðun sína. Jafnframt mun bæjarráð óska eftir fundi með fulltrúum Heilbrigðisráðuneytisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 501. fundur - 16.05.2017

Forstjóri HSN, Jón Helgi Björnsson mætti á fundinn kl. 8:30.
Bæjarráð hafnar beiðni forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Norðurlandi um aðkomu Slökkviliðs Fjallabyggðar við að koma á fót vettvangshópi í Ólafsfirði í kjölfar þess að vakt sjúkraflutningamanna verður lögð niður. Þetta verkefni er alfarið á ábyrgð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og því er það HSN að leysa þau verkefni sem tengjast heilbrigðisþjónustu á vegum ríkisvaldsins í Fjallabyggð.

Bæjarráð mótmælir jafnframt harðlega þeirri þjónustuskerðingu sem fyrirhuguð er hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð. Bæjarráð telur óásættanlegt að vakt sjúkraflutningamanna í Ólafsfirði verði lögð niður. Jafnframt telur bæjarráð óásættanlegt að heilsugæslan í Ólafsfirði verði lokuð eftir hádegi yfir sumartímann. Ekki er einungis um að ræða skertan aðgang íbúa að heilsugæslu heldur einnig lengri afgreiðslufrest á lyfjum.

Bæjarráð hvetur forstjóra HSN til að leita annarra leiða svo ekki þurfi til þjónustuskerðingar að koma.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda þessa bókun til heilbrigðisráðherra, framkvæmdarstjóra HSN og þingmanna kjördæmisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16.01.2018

Málefni sjúkraflutninga í Ólafsfirði voru rædd á fundinum.
Óskað hefur verið eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands mæti á næsta fund bæjarráðs og hefur hann orðið við þeirri beiðni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23.01.2018

Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands afboðaði sig á fund bæjarráðs vegna veðurs. Óskað hefur verið eftir því að hann mæti á fund bæjarráðs við fyrsta tækifæri.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30.01.2018

Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands mætti á fund bæjarráðs og ræddi stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði.

Í máli forstjórans kom fram að unnið er að myndun teymis vettvangsliða og vinnan sé komin vel á veg.

Vonast er til að teymið verði starfhæft um mánaðamótin febrúar / mars.

Bæjarráð mun óska eftir upplýsingum um stöðu mála í lok febrúar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 546. fundur - 13.03.2018

Anna Gilsdóttir gæðastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og yfirhjúkrunarfræðingur í Fjallabyggð, og Valþór Stefánsson yfirlæknir mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu sjúkraflutninga í sveitarfélaginu.

Þau hvöttu til þess að stofnað yrði vettvangsliðateymi til að tryggja öryggi íbúana í ljósi niðurstöðu ráðherra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 866. fundur - 13.03.2025

Á fjarfund eru mætt Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Hildur Ösp Gylfadóttir mannauðsstjóri HSN og Guðný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, til þess að ræða málefni HSN í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Forstjóri stofnunarinnar fór yfir starfsemi HSN. Bæjarráð þakkar fyrir komuna á fundinn og leggur áherslu á áframhaldandi gott samtal um öfluga heilbrigðisþjónustu í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 867. fundur - 21.03.2025

Fyrir liggur fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar sem fram kemur að heilsugæslustöð HSN á Dalvík og starfsstöðu HSN í Fjallabyggð verði sameinaðar frá og með 1.september n.k.
Í tilkynningunni kemur fram að megintilgangurinn með sameiningunni sé að búa til öflugri einingu sem auðveldar að manna stöður fagfólks. Þá auki stærri rekstrareining sveigjanleika í starfseminni með flæði starfsfólks á milli
starfsstöðva í sveitarfélögunum tveimur. Einnig er sameiningunni ætlað að styðja við forsendur til
teymisvinnu sem ætti að efla samvinnu og miðlun þekkingar meðal starfsfólks.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð Fjallabyggðar leggur áherslu á að frekari upplýsingar fáist frá HNV varðandi sameininguna og að það verði tryggt að við fyrirhugaðar breytingar verði ekki um skerðingu þjónustu að ræða fyrir íbúa svæðisins.