Styrkumsóknir 2017 - Menningarmál

Málsnúmer 1609048

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 09.11.2016

Vísað til nefndar
Farið yfir styrkumsóknir til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin leggur til að umsókn Systrafélags Siglufjarðarkirkju verði tekin til umfjöllunar í bæjarráði þar sem umsóknin getur ekki fallið undir menningarmál.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10.11.2016

Á 28. fundi markaðs- og menningarnefndar, 9. nóvember 2016, var farið yfir styrkumsóknir til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd samþykkti að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin lagði til að bæjarráð fjallaði um umsókn Systrafélags Siglufjarðarkirkju.

Bæjarráð samþykkir að veita Systrafélagi Siglufjarðarkirkju kr. 50 þúsund í styrk.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála,og vísar til umfjöllunar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.