Bæjarráð Fjallabyggðar

699. fundur 08. júní 2021 kl. 08:15 - 09:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til maí 2021.
Lagt fram

2.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til maí 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 509.677.342 eða 107,17% af tímabilsáætlun.
Lagt fram

3.Verðtilboð í skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar 2021 - 2024.

Málsnúmer 2105037Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 03.06.2021 þar sem fram kemur að verðtilboð í skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024 voru opnuð 2. júní sl.
Eitt tilboð barst, frá Höllinni veitingahús ehf. Ólafsfirði.

Samningsfjárhæð er kr. 28.383.600.- á ári miðað við áætlaðan fjölda seldra máltíða.

Deildarstjóri leggur til að gengið verði til samninga við Höllina veitingahús ehf. um framleiðslu skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2021-2024 með möguleika á framlengingu 2svar 1 ár í senn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hallarinnar veitingahúss í skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2021-2024 með möguleika á framlengingu 2svar 1 ár í senn og felur deildarstjóra að vinna málið áfram og undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins í samræmi við tillögur í vinnuskjali.

4.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfis sjóakvíaelda

Málsnúmer 2106013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Fjallabyggðar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga- og reglugerðarumhverfis sjókvíaeldis, sbr. 640. mál.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda umsögnina í samráðsgátt stjórnvalda.

5.Umsögn um drög að reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng.

Málsnúmer 2106014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Fjallabyggðar um drög að reglugerð um öryggiskröfur fyrir jarðgöng, dags. 04.06 2021.

Lögð fram til kynningar umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar vegna draga að breytingum á reglugerð um öryggi í jarðgöngum, dags. 03.06.2021.
Lagt fram

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2106019Vakta málsnúmer

Samþykkt
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

7.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð - 2021

Málsnúmer 2104021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31.05.2021 þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest siðareglur kjörinna fulltrúa Fjallabyggðar sbr. 29. gr. laga nr. 138/2011.
Lagt fram

8.Umsókn um styrk

Málsnúmer 2106010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Arnars Helga Lárussonar, dags. 02.06.2021 þar sem fram kemur að í sumar ætlar hann að hjóla 400 km á höndunum þar sem hann er hreyfihamlaður eftir slys fyrir u.þ.b 20 árum síðan. Óskað er eftir áheitum frá sveitarfélögum þar sem ætlunin er að kaupa sérútbúin fjallahjól fyrir fólk sem er hreyfihamlað.
Synjað
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem frestur til að sækja um styrk fyrir rekstrarárið 2021 er liðinn.

9.Ósk um breytingar á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði.

Málsnúmer 2106016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigríðar Vigdísar Vigfúsdóttur, f.h. Primex ehf., dags. 03.06.2021 þar sem óskað er eftir breytingum á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði er varða skipulagsmál við Óskarsgötu.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

10.Tillögur sveitarfélaga um fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 2106017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 03.06.2021 þar sem óskað er eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólitískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa, eftir fjórum áhugasömum fulltrúum íbúa, á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bæjarráð mun síðan tilnefna fyrir hönd sveitarfélagsins.

11.Breyting á jarðalögum 2021.

Málsnúmer 2105083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28.05.2021 er varðar kynningu á lögum um breytingum á jarðalögum nr. 81/2004 sem samþykkt voru á Alþingi 18. maí sl.
Lagt fram

12.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabéf SSNE - 15. Tbl. maí 2021.
Lagt fram

13.Launaþróun sveitarfélaga

Málsnúmer 2106008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. maí 2021, um launaþróun sveitarfélaga.
Lagt fram

14.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar 2021.

Málsnúmer 2105039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 02.06.2021 þar sem boðað er til Aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðar með útsendri dagskrá ásamt tillögum til stjórnar sem bornar verða upp til atkvæðagreiðslu á fundinum. Fundurinn verður haldinn að Brimvöllum 2, (Tuggunni félagsheimili hestamanna) Ólafsfirði, laugardaginn 12.06 n.k. kl 14:00.
Lagt fram

15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 898. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.05.2021
Lagt fram

16.Boðun XXXVI. landsþings sambandsins

Málsnúmer 2101073Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð XXXVI. landsþings sambandsins frá 21.05.2021
Lagt fram

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 269. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 2. júní sl.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:10.