Líkamsræktarkort fyrir björgunarsveitarmenn á útkallslista

Málsnúmer 1402077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 05.03.2014

Í erindi Björgunarsveitanna Tinds og Stráka, dagsett 24. febrúar 2014, er lögð fram rökstudd ósk um styrk frá Fjallabyggð í formi líkamsræktarkorta fyrir hluta þeirra björgunarsveitamanna sem eru á útkallslista.  Um er að ræða ca. 8 aðila í hvorri sveit eða alls 16 manns.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og leggur til að samskonar útfærsla sé viðhöfð og er hjá slökkviliði Fjallabyggðar er varðar líkamsræktarkort.

Samþykkt er að vísa útgjöldum allt að upphæð 110 þúsund kr. í viðauka við fjárhagsáætlun 2014.