Styrkumsóknir 2014 - Frístundamál

Málsnúmer 1309010

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 05.11.2013

Farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um styrki til frístundamála og tillaga gerð til bæjarráðs.
Tvær umsóknir bárust eftir að umsóknarfresti lauk og er þeim vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 08.11.2013

Lagt fram minnisblað frá 4. fundi fræðslu- og frístundanefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um frístundastyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.

Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12.11.2013

Lagt fram minnisblað frá 4. fundi fræðslu- og frístundanefndar, en á þeim fundi lauk nefndin yfirferð á umsóknum um frístundastyrki sem bárust áður en umsóknarfrestur rann út.

Einnig minnisblað frá bæjarstjóra með samantekt á styrkjum í áætlun fyrir 2014.
Um afgreiðslu vísast til dagskrárliðar um fjárhagsáætlun 2014-2017.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26.11.2013

Golfklúbbur Siglufjarðar sækir um styrk til kaupa á æfingar- og kennslukerfi svo nefnt SNAG golf, sem er kennslukerfi er hentar sérstaklega börnum og öldruðum.
Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.