Þjónusta við eldri bæjarbúa næsta haust

Málsnúmer 1306050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Bæjarráð leggur áherslu á að úttekt á þjónustu við aldraða liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Bæjarráð leggur áherslu á að þjónusta við aldraða verði sambærileg í báðum byggðakjörnum Fjallabyggðar á næsta fjárhagsári.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 308. fundur - 20.08.2013

Formaður félags eldri bæjarbúa Ólafsfirði sendir bæjarráði þakkir fyrir áherslur sem koma fram í bréfi frá bæjarráði dagsett 28. janúar 2013.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 321. fundur - 08.11.2013

Lagt fram bréf frá stjórn og forstöðumanni Hornbrekku er varðar þjónustu og dagvist aldraðra í Ólafsfirði.

Bæjarráð telur rétt að fela félagsmálastjóra að ræða við forstöðumann Hornbrekku og vinna tillögu að skipulagi dagvistar aldraðra til framtíðar.