Bæjarráð Fjallabyggðar

693. fundur 27. apríl 2021 kl. 08:15 - 09:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Skertur opnunartími vegna sumarleyfa á Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2104040Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýlu- og fjármáladeildar varðandi skertan opnunartíma á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar vegna sumarorlofa starfsmanna í tvær vikur. Skiptiborð og skrifstofa yrði opið frá kl. 10-13 en þjónusta skert.

Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

2.Ársreikningur Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2104032Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Fjallabyggðar 2020.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.

3.Nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar og viðbótarmenntun

Málsnúmer 2104056Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dags. 19.04.2021, varðandi nauðsynlega nýliðun slökkviliðsmanna, menntun og búnað. Slökkviliðsstjóri telur afar brýnt að hefja nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar. Undir það tekur bæjarráð.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir kostnaðaráætlun vegna nýliðunar, menntunar og búnaðarkaupa og því tengdu á árinu 2021 fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Aðild að neðra fótboltasvæði á hóli - GKS

Málsnúmer 2103048Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi Fjallabyggðar og Golfkúbbs Siglufjarðar (GKS) um afnot GKS af afmörkuðu æfingarsvæði á knattspyrnusvæðinu að Hóli sumarið 2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Gangstéttar - útboð 2021-2022.

Málsnúmer 2104062Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar bæjarráðs.

6.Tjaldsvæðahús Ólafsfirði - útboð.

Málsnúmer 2104063Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 23.04.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna byggingar á nýju aðstöðuhúsi við tjaldsvæðið í Ólafsfirði.

Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið: GJ smiðir ehf, Trésmíði ehf, L7 ehf og Byggingarfélagið Berg ehf..
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð vegna byggingar á nýju aðstöðuhúsi við tjaldsvæði í Ólafsfirði og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð.

Þá óskar bæjarráð eftir umsögn tæknideildar varðandi áætlanir um gróðursetningu á svæðinu.

7.Verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga

Málsnúmer 2104033Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 23.04.2021 þar sem óskað er eftir heimild til að halda lokaða verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga á Siglufirði. Eftirtaldir aðilar hafa sýnt verkinu áhuga og sent inn gögn samkvæmt auglýsingu tæknideildar og yrði þeim gefinn kostur á að bjóða í verkið: Árni R. Örvarsson, Birkir Ingi Símonarson og Örlygur Kristfinnsson.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga á Siglufirði og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð.

8.Aukafundur hluthafa Greiðrar leiðar ehf. 2021.

Málsnúmer 2104060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Eyþórs Björnssonar stjórnarformanns Greiðrar leiðar efh, dags. 21.04.2021, þar sem fram kemur að aukafundur hluthafa í Greiðri leið verður haldinn miðvikudaginn 28. apríl kl. 15:00. Fundurinn verður haldinn í Teams fjarfundi.
Lagt fram

9.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 2005100Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19.04.2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga í kjölfar Covid-19. Óskað er eftirfarandi upplýsinga um A-hluta verði skilað til ráðuneytisins:

1. Fjárhagsáætlun með samþykktum viðaukum
2. Yfirlit yfir útsvar fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun
3. Yfirlit yfir laun fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun
4. Yfirlit yfir fjárhagsaðstoð fyrstu 4 mánuðina í samanburði við fjárhagsáætlun
5. Yfirlit yfir fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum fyrstu 4 mánuðina í
samanburði við fjárhagsáætlun

Tilgangur upplýsingaöflunar er sem áður að fylgjast náið með þróun fjármálanna til að tryggja að sveitarfélög geti sinnt mikilvægri nær þjónustu sem þeim er falið samkv. lögum.
Ráðuneytið fer þess á leit að sveitarfélög sendi umbeðnar upplýsingar um fjármál A-hluta eigi síðar en 1. júní nk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

10.Orkufundur 2021

Málsnúmer 2104055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.04.2021, þar sem fram kemur að Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss 28. maí undir yfirskriftinni Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn hefst kl 14:30 og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl: 17:00.
Lagt fram

11.Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis.

Málsnúmer 2104061Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 13. stöðuskýrsla Teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 til ráðgefandi aðila, dags. 23.04.2021.
Lagt fram

12.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 21.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál.

Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 21.04.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.

Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis , dags. 23.04.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.
Lagt fram

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 131. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 16.04.2021.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:10.