Verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga

Málsnúmer 2104033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27.04.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 23.04.2021 þar sem óskað er eftir heimild til að halda lokaða verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga á Siglufirði. Eftirtaldir aðilar hafa sýnt verkinu áhuga og sent inn gögn samkvæmt auglýsingu tæknideildar og yrði þeim gefinn kostur á að bjóða í verkið: Árni R. Örvarsson, Birkir Ingi Símonarson og Örlygur Kristfinnsson.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga á Siglufirði og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 04.05.2021

Lagt fram vinnuskjal Eflu verkfræðistofu dags. 3. maí 2021, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið Dúntekja Leirutanga Fjallabyggð, mánudaginn 3. maí 2021.

Tilboð bárust frá tveimur aðilum :
Birkir Ingi Símonarson kr. 588.000.-.
Icelandic Eider ehf. kr. -1.544.560.-.

Lagt er til að gengið verði til samninga við Icelandic Eider ehf. sem skilaði inn hagstæðara tilboði, þar sem tilboðið miðast við að greiða Fjallabyggð fyrir verkefnið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Icelandic Eider ehf..