Bæjarráð Fjallabyggðar

301. fundur 25. júní 2013 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Aðalfundur Seyru ehf. 14. júní 2013

Málsnúmer 1306020Vakta málsnúmer

Á stjórnarfundi Seyru miðvikudaginn 5. júní var ákveðið að boða til aðalfundar í félaginu föstudaginn 14. júní í Gistiheimilinu Hvanneyri.
Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf.

Fundargerð þess fundar var lögð fram til kynningar í bæjarráði ásamt ársreikningi.

2.Aðalfundur Flokkun Eyjafjörður ehf.25.júní 2013

Málsnúmer 1306039Vakta málsnúmer

Aðalfundur fyrirtækisins Flokkun Eyjafjarðar ehf., átti að fara fram í dag kl. 14.30 á Hótel Kea, Akureyri.

Fundinum er frestað fram yfir mánaðarmótin júlí/ágúst.

Lagt fram til kynningar.

3.Greið leið ehf. - Aðalfundur 28.júní 2013

Málsnúmer 1306040Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar í einkahlutafélaginu Greið leið ehf., 28. júní n.k. að Strandgötu 29 Akureyri.

Lagður fram ársreikningur Greiðrar leiðar ehf. fyrir árið 2012.

Bæjarstjóri mun sækja fundinn.

4.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Málsnúmer 1306054Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 20. júní 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Sunnu Bjargar Valsdóttur um tækifærisleyfi fyrir Tónlistarhátíðina Ólæti, sem verður haldin helgina 4.-7. júlí 2013.
Sótt er um leyfið á grundvelli 17.gr. laga nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  
Tónleikarnir fara fram í gamla frystihúsinu að Námuvegi 2, Ólafsfirði. Jafnframt er sótt um áfengisleyfi vegna skemmtunarinnar.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tilhögun hátíðarinnar, en leggur áherslu á gott eftirlit og góða vörslu á hátíðinni.

5.Breytingar á rekstrarleyfi Tjarnarborgar

Málsnúmer 1208083Vakta málsnúmer

Nokkur umræða var um kostnað við rekstrarleyfi Tjarnarborgar í framhaldi af fyrirspurn á síðasta fundi bæjarstjórnar.

90. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkominn samning né gildandi rekstrarleyfi Tjarnarborgar og staðfestir samninginn.

 

 

6.Múlagöng - endurbætur

Málsnúmer 1306043Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til Vegagerðarinnar á Akureyri dagsett 13. júní 2013, undirritað af slökkviliðsstjórum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

Fram kemur að þeir lýsa yfir miklum áhyggjum af skorti á búnaði í göngunum til að tryggja aðkomu og stjórnun aðgerða á staðnum ef slökkvilið eða björgunarfólk þarf að koma fólki til aðstoðar inn í Múlagöngum.

Bæjarráð tekur undir fram komnar ábendingar og telur nauðsynlegt að ráðist verði í úrbætur hið fyrsta.
Bæjarstjóra er falið að framsenda bréfið til þingmanna kjördæmisins með þeirri ósk að málið verði tekið fyrir hjá Samgöngunefnd Alþings með óskum um úrbætur hið fyrsta.

7.Námsferð til Skotlands 3. - 5. september nk.

Málsnúmer 1306044Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 6. júní 2013, varðandi námsferð til Skotlands 3.-5. september n.k., sem ætluð er fyrir sveitarstjórnarmenn, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og stjórnendur á fjármála- og stjórnsýslusviðum þeirra.

8.Nefndarbreytingar 2013

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

91. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa öðrum nefndarbreytingum á dagskrá þess fundar til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti eftirfarandi tillögur samhljóða:

Hafnarstjórn.

Aðalmaður, Rögnvaldur Ingólfsson fyrir S-lista.

Varamaður, Víglundur Pálsson fyrir S-lista.


Fræðslu- og frístundanefnd.

Aðalmaður, Nanna Árnadóttir fyrir S-lista.

Varamaður, Þrúður Sigmundsdóttir, fyrir S-lista.

Aðalmaður, S. Guðrún Hauksdóttir, fyrir D-lista.

Varamaður, Brynja Hafsteinsdóttir, fyrir D-lista.

Aðalmaður, Katrín Freysdóttir fyrir B-lista.

Varamaður, Óskar Þórðarson fyrir B-lista.

Aðalmaður, Sólrún Júlíusdóttir utan framboðs.

Varamaður, Jón Tryggvi Jökulsson utan framboðs.

Aðalmaður, Ólafur H. Kárason fyrir S-lista.

Varamaður, Jakob Örn Kárason fyrir S-lista.


Heilbrigðisnefnd SSNV.

Aðalmaður, Margrét Ósk Harðardóttir.

9.Skóla- og frístundaakstur 2013-2014

Málsnúmer 1305018Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkti á 88. fundi sínum að leggja til við bæjarráð að skoðað verði ítarlega að skólaakstur geti hafist kl. 07:45 frá báðum byggðarkjörnum, svo skólahald geti hafist kl. 08:10 í öllum starfsstöðvum grunnskóla Fjallabyggðar.
Einnig lagt fyrir bæjarráð minnisblað starfsmanna frá 19.6.2013.

Bæjarráð leggur til að akstur næsta haust verði með óbreyttu fyrirkomulagi, en settir verði til viðbótar tveir fyrirvarar í útboðsgögn á skóla- og frístundaakstri, er varða:
1. Breytingar geta orðið á akstri haustið 2014 í tengslum við skólahald grunnskóla Fjallabyggðar.

2. Breytingar geta orðið á akstri fyrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga.

10.Skólamötuneyti veturinn 2013-2014

Málsnúmer 1305059Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 89. fundar fræðslunefndar:
Á 88. fundi fræðslunefndar var samþykkt, að áður en afstaða yrði tekin til niðurstöðu verðkönnunar, að óska eftir sýnishorni af matseðli vegna skólamáltíðar frá báðum aðilum sem skiluðu inn tilboði.
Lögð fram sýnishorn matseðla og þau yfirfarin.
Allinn bauð kr. 850 p/máltíð fyrir nemendur og starfsmenn.
Rauðka bauð kr. 800 p/máltíð fyrir nemendur og kr. 830 fyrir starfsmenn.
Fræðslunefnd samþykkir með 3 atkvæðum að taka tilboði frá Rauðku í skólamáltíðir.

Bæjarráð staðfestir ákvörðun fræðslunefndar samhljóða.

11.Snjómokstur á íþróttasvæðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1306047Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um aukafjárveitingu.

Fram kemur að þar sem mikill snjór var á íþróttasvæðum eftir veturinn hafi þau verið mokuð með tilfallandi kostnaði, sem ekki var beint gert ráð fyrir í áætlunum. Búið er að moka fyrir kr. 468.000 á knattspyrnuvöllum og er það mjög stór hluti af rekstrarfjármagni vallanna fyrir sumarið. Einnig er vitað að kostnaður við að moka golfvöllinn í Ólafsfirði var um kr. 200.000.-.

Íþrótta og tómstundafulltrúi óskar eftir kr. 600.000.- aukafjárveitingu til að standa straum af þessum aukna kostnaði.


Bæjarráð hafnar ósk um aukafjárveitingu.

12.Fyrirspurn vegna starfs bókavarðar á Bókasafni Fjallabyggðar,Ólafsfirði

Málsnúmer 1306037Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar um ráðningu í starf bókavarðar í Ólafsfirði.


Bæjarráð telur rétt að forstöðumaður auglýsi eftir starfsmanni í samræmi við ákvörðun fagnefndar og miði við sumarstarf, er bókasafnið í Ólafsfirði varðar.

13.Starf skjalavarðar á Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar

Málsnúmer 1306036Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá forstöðumanni, bóka og héraðsskalasafns Fjallabyggðar um ráðningu í starf skjalavarðar í Héraðskjalasafn Fjallabyggðar.

Bæjarráð telur rétt að auglýsa starfið að nýju eftir sumarleyfi starfsmanna safnsins, þegar búið er að ganga frá breytingum og/eða öðrum ráðningarmálum á vegum bæjarfélagsins.

14.Stöðufundur stjórnar bs. málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1306053Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá verkefnastjóra þjónustuhóps um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra frá 4. júní 2013 og einnig minnisblað frá stöðufundi frá 19. júní 2013 sem haldinn var í Miðgarði í Skagafirði.

 

Bæjarráð tekur undir ályktun fundarins og vísar í bréf framkvæmdastjóra SSNV.
Bæjarráð átelur vinnubrögð og tillögu Jöfnunarsjóðs og telur að verkefnið sé í raun í uppnámi.

 

Bæjarráð telur mikilvægt að sátt sé um framkvæmd á yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og þar skiptir sátt um aðferðafræði við tekjujöfnun milli sveitarfélaga mestu máli.

15.Uppsögn á starfi

Málsnúmer 1306055Vakta málsnúmer

Í bréfi dagsettu 20. júní 2013 segir verkstjóri þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar upp starfi sínu.
Lagt fram til kynningar.

16.Viðhald húsnæðis Ægisgötu 13 Ólafsfirði

Málsnúmer 1306042Vakta málsnúmer

Í erindi skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, dagsettu 14. júní er ítrekuð ósk um að fá viðhaldsáætlun fyrir kennsluhúsnæðið að Ægisgötu 13, Ólafsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að svara framkomu erindi.

17.Þjónusta við eldri bæjarbúa næsta haust

Málsnúmer 1306050Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur áherslu á að úttekt á þjónustu við aldraða liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Bæjarráð leggur áherslu á að þjónusta við aldraða verði sambærileg í báðum byggðakjörnum Fjallabyggðar á næsta fjárhagsári.

18.Ástand húsa við Aðalgötu 6 og 6b á Siglufirði

Málsnúmer 1301100Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að bæjarráð, f.h. bæjarstjórnar staðfesti bókun 156. fundar skipulags- og umhverfisnefndar á málinu "Ástand húsa við Aðalgötu 6 og 6b á Siglufirði", en þar samþykkti nefndin að leggja á dagsektir á eiganda fasteignarinnar að Aðalgötu 6.

Bæjarráð samþykkir tillögur skipulags- og umhverfisnefndar einróma.

19.Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 1306049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 31. maí 2013, er varðar leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun. Tilgangur bréfsins er að árétta hvaða kröfur um breytt verklag felast í ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ef þörf er á að víkja frá upphaflegri og bindandi fjárhagsáætlun með gerð viðauka.

20.Málefni Leyningsáss ses.

Málsnúmer 1206038Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlýsing um yfirfærslu eigna á Skíðasvæðinu á Siglufirði.  Í formála kemur fram að þann 20. maí 2012 stofnuðu Fjallabyggð annars vegar og Rauðka ehf. hins vegar sjálfseignastofnunina Leyningsás ses. kt. 530612-1120, Suðurgötu 80 Siglufirði.
Til starfsemi sjálfseignarstofnunarinnar lagði Fjallabyggð m. a. til öll mannvirki og búnað sem nú er fyrir hendi á skíðasvæði Fjallabyggðar í Skarðsdal á Siglufirði.

 

Bæjarráð samþykkir yfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita skjalið f.h. sveitarfélagsins ásamt fulltrúa Leyningsáss ses. Valtý Sigurðssyni.

21.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013

Málsnúmer 1306006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013
    Hálfdán Sveinsson f.h. Siglunes Guesthouse ehf sækir um leyfi til þess að setja þrjá glugga og hurð á suðurhlið hússins Lækjargata 10 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013
    Pétur Hrólfsson, eigandi fasteignarinnar að Hlíðarvegi 25a á Siglufirði sækir um leyfi til þess að stækka viðbyggingu að norðan um 5 m2 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að skráningartöflu verði skilað inn fyrir eignina.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013
    Húseigendur Hlíðarvegar 53 í Ólafsfirði sækja um leyfi til að klæða norðurhlið hússins með lituðu bárujárni. Staðfesting verkfræðings á nægilegu haldi í útveggjum hússins liggur ekki fyrir.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að staðfesting verkfræðings á nægilegu haldi í útveggjum hússins berist.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013
    Á 155. fundi nefndarinnar krafðist nefndin þess að eigendur fasteignanna Aðalgata 6 og 6b myndu skila inn tímasettri áætlun um hvenær framkvæmdir hefjist við lagfæringar á húsunum og hvenær þeim verði lokið. Einnig verði gerð grein fyrir því í hverju lagfæringarnar felist og hvernig öryggi verði tryggt fram til þess tíma að hafist verði handa við framkvæmdir. Berist slík áætlun ekki innan tveggja vikna taki nefndin ákvörðun um hvort rétt sé að leggja á dagsektir eða beita öðrum úrræðum laga um mannvirki.
     
    Nú er tímafresturinn liðinn og tekur nefndin málið fyrir á nýjan leik.
     
    Aðalgata 6
    Ekki hefur borist nein áætlun frá eiganda Aðalgötu 6. Tæknideild leggur því til að lagðar verði á dagsektir að upphæð 10.000 kr. fyrir hvern dag frá og með 8. júlí 2013. Eiganda er gefinn kostur á að tjá sig um álagðar dagsektir fyrir 8. júlí.
     
    Aðalgata 6b
    Borist hefur tímasett áætlun frá eiganda Aðalgötu 6b um úrbætur á fasteigninni. Tæknideild leggur því til að ekki verði aðhafst frekar í málinu að svo stöddu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar áður staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013
    Tæknideild f.h. Fjallabyggðar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10 á Siglufirði samkvæmt núgildandi deiliskipulagi og meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013
    Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Námuveg 6.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013
    Deiliskipulagstillaga fyrir Þormóðseyri lögð fram til kynningar fyrir nefndarmenn.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 156. fundur - 19. júní 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 156. fundar staðfest á 301. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>

22.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á Fjallabyggð

Málsnúmer 1211089Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 91. fundi sínum að fela bæjarstjóra að undirbúa svör við þeim fyrirspurnum sem bornar voru fram á íbúafundum um tillögur bæjarstjórnar sem samþykktar voru 12. júní 2013, og leggja fyrir næsta fundi bæjarráðs.

Samantekt bæjarstjórnar Fjallabyggðar
”Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt“

Inngangur
Með samningi, dags. 20. desember 2012, tók HLH ehf. að sér að gera úttekt á rekstri Fjallabyggðar með það að markmiði að koma fram með tillögur að hagræðingu í rekstri, þannig að reksturinn skili meiri framlegð.
? Við vinnslu á verkefninu var rætt við forstöðumenn og farið yfir fyrirkomulag rekstrar viðkomandi stofnunar.
? Rekstararútgjöld og tekjur sveitarfélagsins voru borin saman við rekstrarútgjöld og tekjur hjá 10 sveitarfélögum, sambærilegum að stærð.
? Einnig átti skýrsluhöfundur fundi með bæjarstjóra og bæjarstjórnarfulltrúum þar sem farið var yfir ýmis málefni tengd verkefninu.

Markmiðið
Markmiðið með verkefninu var að koma með tillögur að hagræðingu í rekstri, þannig að reksturinn skili meiri framlegð til að standa undir framkvæmdum og jafnvel til að lækka skatta.

Skuldir Fjallabyggðar

Fram hefur komið að skuldahlutfall Fjallabyggðar var aðeins um 102% í árslok 2012.
Því eru skuldir sveitarfélagsins vel innan þeirra marka sem sveitarstjórnarlög heimila. Það hefur vakið athygli að skuldahlutfall sveitarfélagsins hefur lækkað frá 2011 ? 2013 og það hefur einnig vakið athygli að rétt um 50% af skuldum sveitarfélagsins er vaxtaberandi.

Af hverju var skýrslan trúnaðarmál
Bæjarstjórn tók þá ákvörðun að halda skýrslunni sem trúnaðarmáli, þar til búið var að fara yfir ábendingar skýrsluhöfundar.

Þetta var gert að fengnu áliti þar sem m.a. var verið að fjalla um persónur, starfshlutfall og tillögur um breytingu á stjórnsýslu bæjarfélagsins.

? Skýrslan kemur með sterkar vísbendingar um að launakostnaður Fjallabyggðar sé of hár.

Áherslur bæjarstjórnar
Það er mat bæjarstjórnar að vel hafi tekist til varðandi staðsetningu á þjónustu við íbúa.
Hér má nefna sem dæmi;
1. Það er leikskóli í báðum bæjarkjörnum
2. Það er grunnskóli í báðum bæjarkjörnum
3. Það er slökkvistöð í báðum bæjarkjörnum
4. Það er almenn þjónusta við útgerð á báðum stöðum
5. Það eru íþróttamannvirki og sundlaugar á báðum stöðum
6. Það er almenn þjónusta á skrifstofum bæjarfélagsins á báðum stöðum
7. Það er Menntaskóli í Fjallabyggð og er hann staðsettur í Ólafsfirði
8. Það er sýslumaður og löggæsla með aðsetur á Siglufirði

Lögð er einnig áhersla á að nú þegar eru m.a. kennarar, nemendur og aðrir starfsmenn sem ferðast á milli bæjarkjarna til að sinna störfum sínum fyrir íbúa Fjallabyggðar.

Hins vegar telur bæjarstjórn eðlilegt að taka á nokkrum þáttum til hagræðingar og tengist markvissari vinnu á skrifstofu og þar með stjórnsýslu bæjarfélagsins. Öll þjónusta við íbúa verður hins vegar áfram til staðar á báðum stöðum en bókhald og skjalaumsýsla mun hins vegar verða í ráðhúsinu á Siglufirði.

Lögð er hins vegar áhersla á neðanritað er varðar þjónustu við íbúa í Ólafsfirði sérstaklega
1. Tveir starfsmenn verða alla daga vikunnar í þjónustu fyrir íbúa á bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði. Þar verður hægt að reka öll almenn erindi eins og verið hefur.
2. Bæjarstjóri, deildarstjórar stjórnsýslu og fjármáladeildar, tæknideildar og fjölskyldudeildar verða til viðtals eftir þörfum og óskum íbúa í Ólafsfirði.
3. Aðstaða nefnda bæjarfélagsins verður með sama hætti og verið hefur út kjörtímabilið.

Bæjarstjórn tekur undir áherslur skýrsluhöfundar
? Það er tillaga skýrsluhöfundar til bæjarstjórnar að þeirri stefnu verði fylgt að reka sveitarfélagið þannig að reksturinn og eignir standi undir nýframkvæmdum og afborgunum lána. Öfugt við margar aðrar sveitarstjórnir stendur bæjarstjórn Fjallabyggðar því frammi fyrir þeim valkosti að geta hagrætt í rekstri til að fjármagna framkvæmdir og/eða lækkað skatta og gjöld á íbúa sveitarfélagsins. Í sjálfu sér getur reksturinn gengið upp að öllu óbreyttu, en þá þarf að viðhalda óbreyttum sköttum og gjöldum og taka lán fyrir nýjum framkvæmdum. Þar með þyrfti að grípa til aðgerða til hagræðingar síðar til að standa undir lántökum vegna framkvæmda.
? Það er mat skýrsluhöfundar að Fjallabyggð hafi alla möguleika á því að skipa sér fremst á bekk á meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa litlar skuldir og eru með lágar álögur á íbúa. Bæjarstjórn hefur ákveðið að fara að ráðleggingum hvað varðar rekstrarútgjöld til að ná þessu markmiði fyrir íbúa Fjallabyggðar.
? Skýrsluhöfundur hefur valið þann kostinn að benda á það sem talið er mögulegt að gera án þess að skerða þjónustu við íbúa.
? Í þeim tillögum, sem hér eru settar fram, þarf hins vegar að grípa til ýmissa aðgerða, sem m.a. munu leiða til breytinga á stöðu starfsmanna.
? Í afgreiðslum bæjarstjórnar er ekki gengið lengra en fordæmi er fyrir í sambærilegum sveitarfélögum.

Mikilvægt var því að ná samstöðu innan bæjarstjórnar á milli meirihluta og minnihluta um þessar aðgerðir.
? Slík samstaða er mikilvæg við framgang verkefnisins og ekki hvað síst fyrir íbúa bæjarfélagsins. Framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar verður unnin með stéttarfélögum og kjarasviði sveitarfélaga. Hér verður farið að lögum og allir samningar við stéttarfélög verða virtir.

Tilfærslur og uppsagnir vegna breytinga á skipuriti

1. Sameina á starf íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns íþróttamannvirkja í eitt starf vegna breytinga á skipuriti.
? Núverandi starfsmönnum hefur verið boðið að sækja um nýja stöðu í fjölskyldudeild.
2. Starf fræðslu- og menningarfulltrúa er lagt niður vegna breytinga á skipuriti.
? Núverandi starfsmanni hefur verið boðið nýtt starf markaðs- og menningarfulltrúa í stjórnsýslu- og fjármáladeild.
3. Starf umhverfisfulltrúa verður lagt niður og verður þeirri vinnu stýrt af deildarstjóra tæknideildar og verkefni falin öðrum starfsmönnum Fjallabyggðar og/eða tímabundnum ráðningum yfir sumarið.

Aðrar áherslur í breytingu á skipuriti
Skólastjórar, yfirhafnarvörður og slökkviliðsstjóri heyra samkvæmt nýju skipuriti beint undir bæjarstjóra.
Fagleg hlið fræðslumála t.d. sérfræðiþjónusta, mun framvegis vera á ábyrgð deildarstjóra fjölskyldudeildar, skólastjórnenda og starfsmanna fræðslustofnana bæjarfélagsins. Starfsmaður í ráðhúsi bæjarfélagsins mun auk þess vinna með skólastjórnendum.

f.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri

Fundi slitið - kl. 18:00.