Múlagöng - endurbætur

Málsnúmer 1306043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Lagt fram bréf til Vegagerðarinnar á Akureyri dagsett 13. júní 2013, undirritað af slökkviliðsstjórum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

Fram kemur að þeir lýsa yfir miklum áhyggjum af skorti á búnaði í göngunum til að tryggja aðkomu og stjórnun aðgerða á staðnum ef slökkvilið eða björgunarfólk þarf að koma fólki til aðstoðar inn í Múlagöngum.

Bæjarráð tekur undir fram komnar ábendingar og telur nauðsynlegt að ráðist verði í úrbætur hið fyrsta.
Bæjarstjóra er falið að framsenda bréfið til þingmanna kjördæmisins með þeirri ósk að málið verði tekið fyrir hjá Samgöngunefnd Alþings með óskum um úrbætur hið fyrsta.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26.11.2013

Tekið fyrir samrit af bréfi Vegagerðarinnar til slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dagsett 8. nóvember 2013, þar sem fram kemur að um þessar mundir er verið að hefja vinnu við eftirfarandi endurbætur á Múlagöngum:
Bæta veglýsingu í göngunum, bæði við enda og inni í göngum.
Setja upp neyðarstöðvar í hverju útskoti með neyðarsíma og tveimur slökkvitækjum en útskotin eru með 160 m bili.
Koma á fjarskiptasambandi með TETRA og GSM með uppsetningu endurvarpa og loftneta.
Setja upp lokunar og stjórnbúnað utan ganga, lokunarslá, blikkljós og neyðarstjórnskáp.
Setja upp mengunarmæla CO og NO2, hita- og rakamælar, auk trekkmælis.

Ekki er gert ráð fyrir að koma upp útvarpssambandi, né endurbótum á vatnsklæðningu.

Vegagerðin leggur til að stofnaður verði vinnuhópur, sem geri áhættugreiningu og endurskoði viðbragðsáætlun.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði slökkviliðsstjóri.