Breytingar á rekstrarleyfi Tjarnarborgar

Málsnúmer 1208083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 04.06.2013

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Höllina veitingahús, sem fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið að, á grundvelli umræðna og niðurstöðu í menningarnefnd.
Einnig minnispunktar um aðstöðugjald og dyravörslu.
Bæjarráð fellst á þá nálgun sem fram kemur í drögum að þjónustusamningi.
Endanlegur samningur verður lagður fyrir bæjarstjórn í næstu viku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 301. fundur - 25.06.2013

Nokkur umræða var um kostnað við rekstrarleyfi Tjarnarborgar í framhaldi af fyrirspurn á síðasta fundi bæjarstjórnar.

90. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkominn samning né gildandi rekstrarleyfi Tjarnarborgar og staðfestir samninginn.