Bæjarráð Fjallabyggðar

275. fundur 23. október 2012 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Betra líf - Mannúð og réttlæti

Málsnúmer 1210066Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá SÁÁ þar sem óskað er eftir stuðningi við átakið “Betra líf! - mannúð og réttlæti”.
Eftirfarandi bókun var samþykkt með tveimur atkvæðum.
"Bæjarráð Fjallabyggðar virðir og þakkar störf og ábendingar SÁÁ um aukið fjármagn til sveitarfélaga til að sinna málaflokknum, en getur ekki fellt sig við hugmyndir samtakanna um að binda hendur stjórnvalda, til ráðstöfunar á skattfé, með þeim hætti sem tillögur SÁÁ gera ráð fyrir."
Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:

"Undirrituð styður hugmynd samtakanna um að ráðstafað verði 10% af áfengisgjaldi, sem annars myndi renna til ríkisins, í þágu einstaklinga sem til sveitarfélagsins myndu leita vegna áfengis- og fíkniefnavanda".

2.Erindum vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2013

Málsnúmer 1203056Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til forstöðumanna er varðar forsendur bæjarráðs og uppsetningu á fjárhagsramma fyrir árið 2013.

3.Ólafsvegur 28, Ólafsfirði íbúð 104 - Kauptilboð

Málsnúmer 1210069Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö tilboð í Ólafsveg 28, íbúð 104 Ólafsfirði. Annað er frá Guðrúnu Hlíf Lúðvíksdóttur og hitt er frá Sigrúnu Önnu Missen.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Sigrúnar Önnu Missen.

4.Tilboð í Finninn kvótamiðlun ehf

Málsnúmer 1210070Vakta málsnúmer

Borist hefur tilboð frá Rósu Jónsdóttur í allt hlutafé í Finninum ehf. kt. 690793 -2459, auk handbærs fjár sem eftir stendur í félaginu við kaupin.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa á þeim forsendum sem ræddar voru í bæjarráði.

5.Þjónustusamningur um bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1208003Vakta málsnúmer

Bolli og beddi ehf. hefur fallið frá því að gera samning við Fjallabyggð um “bókakaffi” að Strandgötu í Ólafsfirði.
Jafnframt lýsir fyrirtækið áhuga á því að klára viðræður um rekstur upplýsingamiðstöðvar.      

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna um rekstur upplýsingamiðstöðvar við Bolla og bedda ehf.

6.Aðgangsheimildir innlánsreikninga í Arionbanka, Ólafsfirði

Málsnúmer 1210076Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir aðgangsheimildir fyrir skrifstofu - og fjármálastjóra að innlánsreikningum Fjallabyggðar í Arionbanka í Ólafsfirði.

7.Hafnarbryggja - upplýsingar og næstu skref

Málsnúmer 1202095Vakta málsnúmer

Samkvæmt framlögðum drögum að skýrslu frá Siglingastofnun er áætlaður viðgerðarkostnaður Hafnarbryggju talinn vera frá 100 milljónum króna til 500 milljóna króna. Kostnaðurinn veltur á varanleika viðgerðarinnar.

Yfirstjórn bæjarfélagsins hefur rætt málið við þingmenn sem og Fjárlaganefnd Alþingis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórnvöldum og Siglingastofnun um málið. Brýnt er að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.

8.Aðalfundur Eyþings 2012

Málsnúmer 1210012Vakta málsnúmer

Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi Eyþings sem haldinn var á Dalvík 5. og 6. október.

9.Grunnskóli Ólafsfirði, samantekt á framkvæmdakostnaði

Málsnúmer 1210057Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um heildarkostnað við byggingarframkvæmdir við grunnskólann í Ólafsfirði.

Heildarkostnaður við byggingu skólans og breytingar á eldra húsnæði er um 260 m.kr. en upphafleg áætlun um framkvæmdir við skólann miðuðust við um 200 m.kr.
Ljóst er að framkvæmdir við eldra húsnæði skólans voru mun umfangsmeiri en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árin 2011 - 2014, sjá minnisblað frá 25.06.2012, er búið að leiðrétta fjárhagsáætlun og byggingaráform í takt við tilboð sem gerð voru í 1., 2. og 3 verkhluta grunnskólans í Ólafsfirði.

10.Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 1210047Vakta málsnúmer

Lagðar fram leiðbeinandi reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og er vísað í lög nr. 59/1992.

Bæjarráð vísar reglunum til félagsmálanefndar.

11.Minnispunktar frá fundi fulltrúa sambandsins og velferðarráðuneytisins

Málsnúmer 1210060Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar frá 25. september er varðar mál sem varðar hagsmuni sveitarfélaga og er hvatt til þess að fulltrúar sveitarfélaga kynni sér fram komna minnispunkta.

Eftirtalin mál koma þar fram:
1. Skilyrt fjárhagsaðstoð.
2. Lengd tímabils atvinnuleysisbóta.
3. Málefni eldra fólks.
4. Innleiðing húsnæðisbótakerfis.
5. Talþjálfun grunnskólabarna.
6. Ósk um afnám laga um húsmæðraorlof.
7. Varasjóður húsnæðismála.
8. Önnur mál.

12.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2012

Málsnúmer 1203006Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 9. október 2012, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.