Hafnarbryggja - upplýsingar og næstu skref

Málsnúmer 1202095

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23.02.2012

Hafnarstjórn leggur áherslu á að upplýsingar frá Siglingastofnun berist á næsta fund stjórnar.

Lögð er áhersla á útboð í Ólafsfirði og upplýsingar um Hafnarbryggju á Siglufirði.

Hafnarstjórn fagnar upplýsingum um að ekki verður lengur um akstur að ræða á fiskúrgangi  í hafnir Fjallabyggðar, en honum er nú ekið til fyrirtækisins Siglól.

Starfandi formaður fagnaði þessu sérstaklega.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23.10.2012

Samkvæmt framlögðum drögum að skýrslu frá Siglingastofnun er áætlaður viðgerðarkostnaður Hafnarbryggju talinn vera frá 100 milljónum króna til 500 milljóna króna. Kostnaðurinn veltur á varanleika viðgerðarinnar.

Yfirstjórn bæjarfélagsins hefur rætt málið við þingmenn sem og Fjárlaganefnd Alþingis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórnvöldum og Siglingastofnun um málið. Brýnt er að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29.10.2012

Lögð fram skýrsla frá fyrirtækinu Neðansjávar ehf. sem og heildarúttekt frá Siglingastofnun dags. í október 2012. Búið er að kynna skýrslur þessar fyrir þingmönnum kjördæmisins sem og Fjárlaganefnd alþingis. Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Siglingastofnunar og ráðuneytisstjóra Innanríkisráðuneytis um aðkomu ríkisins að þessu brýna verkefni fyrir Fjallabyggðarhafnir.

Bæjarstjóri lagði einnig fram hugmyndir og tillögur nefndar á vegum hafnarsambandsins er varða slík mál.

Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22.05.2013

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Siglingastofnunar er varðar óskir hafnarstjórnar um aðkomu Siglingastofnunar að endurbyggingu Hafnarbryggju. Ekkert svar hefur borist. Bréfið bæjarstjóra verður tekið fyrir í Hafnarráði næsta föstudag.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 04.07.2014

Gerð grein fyrir fundi með siglingasviði Vegagerðar ríkisins frá 26.06.2014.

Hafnarstjóri gat þess að hann hefði átt fund með siglingasviði Vegagerðarinna þann 26.06.2014 í Reykjavík. Þar var lögð áhersla á að koma fjárveitingu Hafnarbryggju inn í samgönguáætlun. Bréf mun berast fljótlega frá stofnunni þar sem fram mun koma kostnaður við framkvæmdirnar og farið yfir stöðu málsins.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að næsti fundur verði fljótlega eða þegar umrætt bréf hefur borist.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 60. fundur - 21.08.2014

Í framhaldi af fundi formanns hafnarstjónar og bæjarstjóra með fulltrúum Vegagerðarinnar sem nú fer með framkvæmd hafnarmála þeim Hreini Haraldssyni vegamálastjóra og Sigurði Áss Grétarssyni forstöðumanni nýlega þá lagði formaður til við hafnarstjórn eftirfarandi tillögu:
"Hafnarstjórn samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði veitt fjármagni til undirbúnings, hönnunar og gerð kostnaðaráætlunar að endurbótum á hafnarbryggjunni á Siglufirði, sem er afar brýnt eins og ástand bryggjunnar ber glöggt vitni um. Vinna þessi verði unnin í nánu samstarfi við Vegagerð ríkisins - hafnamáladeild. "

Greinagerð formanns með tillögunni:
Löngu er tímabært er að hefja nauðsynlegar endurbætur á hafnarbryggjunni og minni ég á að fyrir all mörgum árum var fjármagni veitt á samgönguáætlun til endurbóta á bryggjunni sem með samkomulagi var fært yfir í byggingu löndunarbryggju SR ( Óskarsbryggju ) sem þá var talið nauðsynlegt að byggja hratt og vel vegna stækkunar loðnuskipa og komu þeirra til löndunar. Með þessu samkomulagi var þessum nauðsynlegum endurbótum frestað eins og áður sagði, og því tel ég nauðsynlegt að flytja þessa tillögu nú til að uppfæra þessar áætlanir og leggja fyrir samgönguyfirvöld fyrir gerð næstu samgönguáætlunar.


Tillaga borin upp og samþykkt samhljóða