Betra líf - Mannúð og réttlæti

Málsnúmer 1210066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23.10.2012

Borist hefur bréf frá SÁÁ þar sem óskað er eftir stuðningi við átakið “Betra líf! - mannúð og réttlæti”.
Eftirfarandi bókun var samþykkt með tveimur atkvæðum.
"Bæjarráð Fjallabyggðar virðir og þakkar störf og ábendingar SÁÁ um aukið fjármagn til sveitarfélaga til að sinna málaflokknum, en getur ekki fellt sig við hugmyndir samtakanna um að binda hendur stjórnvalda, til ráðstöfunar á skattfé, með þeim hætti sem tillögur SÁÁ gera ráð fyrir."
Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:

"Undirrituð styður hugmynd samtakanna um að ráðstafað verði 10% af áfengisgjaldi, sem annars myndi renna til ríkisins, í þágu einstaklinga sem til sveitarfélagsins myndu leita vegna áfengis- og fíkniefnavanda".