Bæjarráð Fjallabyggðar

267. fundur 21. ágúst 2012 kl. 16:00 - 14:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Kauptilboð - Ægisgötu 26 Ólafsfirði

Málsnúmer 1208024Vakta málsnúmer

Borist hefur nýtt tilboð í raðhúsið Ægisgötu 26 í Ólafsfirði. Tilboðsverð er 6,0 m.kr.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið með tveimur atkvæðum.
Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.

2.Afnotaréttarsamningur milli Garðs I og Garðs II

Málsnúmer 1208034Vakta málsnúmer

Guðlaugur Magnús Ingason sækir um með leyfi núverandi afnotarétthafa að afnotaréttarsamningur á milli Garðs I og Garðs II verði færður á hans nafn, þar með talið ræktað land og óræktað sem og veiðihlunnindi Garðs I.

Með umsókninni fylgir heimild, undirrituð af Hólmfríði Magnúsdóttur, er varðar umræddan afnotaréttarsamning.

Bæjarráð samþykkir nafnabreytinguna enda breytist ekkert annað í afnotaréttarsamningnum.

3.Bréf Hestamannafélagsins Gnýfara frá 14. ágúst 2011 - reiðvegir, ræsi o.fl.

Málsnúmer 1108044Vakta málsnúmer

Hestamannafélagið Gnýfari hefur fengið úthlutað 1 m.kr. úr reiðvegasjóði sem á að nýta á árinu. Félagið mun nýta féð til reiðvegagerðar í Laugarengi fram að Garðsá. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um framkvæmdina.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við stjórn Gnýfara.

4.Undirbúningsfundur vegna IPA umsókna

Málsnúmer 1208040Vakta málsnúmer

Boðað er til undirbúningsfundar vegna fyrirhugaðra IPA umsókna Eyþings fimmtudaginn 23. ágúst n.k. Fundurinn verður í Háskólanum á Akureyri og hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 17.00.

Umsóknirnar taka til tveggja sjóða er snerta innviði svæða eða fjárfestingar í mannauði.

Bæjarstjóri mun sitja ráðstefnuna og hefur hann nú þegar boðið Síldarminjasafninu og Menntaskólanum á Tröllaskaga þátttöku.

5.Hafnasambandsþing 2012

Málsnúmer 1208028Vakta málsnúmer

Í samræmi við 5.gr. laga um Hafnasambands Íslands, boðar stjórn hafnasambandsins til 38. hafnasambandsþings í Höllinni í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september 2012. Fjallabyggð hefur rétt á að senda tvo fulltrúa.

Bæjarráð felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að taka þátt í umræðum á 38. hafnasambandsþingi.

6.Sorpmóttaka Siglufirði - opnun tilboða

Málsnúmer 1208033Vakta málsnúmer

Tæknideild hefur boðið út verkið Gámasvæði á Siglufirði með verk- og útboðslýsingu ásamt tilboðsblaði.

Um er að ræða girðingu umhverfis svæðið með tveimur hliðum, gröft fyrir lögnum, lagnir, stoðveggi, fyllingu í plan og lagnaskurði.

Eitt tilboð barst í verkið kr. 12.250.000.- sem er yfir kostnaðaráætlun eða 123,3%.

Verkfræðistofa Siglufjarðar hefur yfirfarið tilboðið.
Bæjarráð samþykkir að hafna tilboðinu, en að deildarstjóra tæknideildar verði falið að taka upp viðræður við bjóðendur í ljósi þeirra skýringa sem fram koma í samanburði á tilboði og kostnaðaráætlun. 

7.Þjónustusamningur vegna skólamáltíða fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar 2012-2014, Ólafsfirði

Málsnúmer 1208025Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður þjónustusamningur vegna skólamáltíða við Brimnes Hótel ehf í Ólafsfirði.

Sjá mál 1202063 í fræðslunefnd, sem var staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar.

8.Þjónustusamningur vegna skólamáltíða Grunnskóla Fjallabyggðar 2012-2013, Siglufirði

Málsnúmer 1208022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar þjónustusamningur vegna skólamáltíða við fyrirtækið Allinn ehf á Siglufirði.

Sjá mál 1202063 í fræðslunefnd, sem var staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar.

9.Bótaréttur hjá Vinnumálastofnun

Málsnúmer 1208047Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri sendir bæjarfulltrúum upplýsingar um að atvinnuleysi hefur verulega dregist saman í Fjallabyggð eða úr 38 í maí í 23 í byrjun ágústmánaðar. Þó er gert ráð fyrir fjölgun þegar líða tekur á veturinn.

Enn sem komið er, er fátítt að einstaklingar fái aðstoð vegna þess að viðkomandi hafi tæmt bótarétt sinn.

 

10.Íslenskt vatn í flóttamannabúðir

Málsnúmer 1208044Vakta málsnúmer

Langtímasamningur hefur verið gerður á milli íslenska vatnsfyrirtækisins Brúarfoss Iceland ehf við kanadísku góðgerðasamtökin "On Guard for Humanity", um kaup á íslensku vatni.
Gert er ráð fyrir því að Fjallabyggð komi að umræddu verkefni.

11.Fundur með Strætó bs.

Málsnúmer 1208043Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá fundi með VSÓ er varðar samstarf við Strætó bs, varðandi útboð á leiðinni Siglufjörður - Akureyri og Akureyri - Húsavík - Þorshöfn.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012

Málsnúmer 1207006FVakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til handa Sigurði Sigurðssyni f.h. Laugarár ehf. vegna reksturs gististaðar að Þverá í Ólafsfirði.
    Þar sem um nýjan stað er að ræða er sótt um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5. gr. laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í sumarhúsum án veitinga.
    Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að byggingarfulltrúi staðfesti að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála sem og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu og staðfestar teikningar liggi fyrir.
     
    Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Ari Trausti Guðmundsson f.h. húsfélagsins Hvanneyrarbraut 64 sendir inn erindi með óskum um úrbætur í þremur liðum.
    1. Venjuleg bílastæði samhliða gangstéttum og þá merkt húsunum, 4-5 við hvern inngang.
    2. Að lokið sé við jarðvegsskipti og gerð bílastæða og akbrautar neðan við hús nr. 64 - með sama sniði og við nr. 62.
    3. Að fyrirkomulag með grenndargámum sé raungert í samræmi við ákvarðanir um það - sem íbúum var sagt að hafi verið teknar í fyrra af meirihluta íbúa í grenndinni. Þannig má losna við fjölda sorptunna við húsin.
     
    Nefndin bókar:
    1. Ekki er hægt að merkja bílastæði fyrir hvern inngang þar sem stæðin þjóna einnig húsum vestan megin götunnar.
    2. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að lokið sé við jarðvegsskipti, gerð bílastæða og akbrautar neðan við hús nr. 64 en bendir á að kostnaður við slíkar framkvæmdir fellur á lóðarhafa.
    3. Settir voru grenndargámar í samræmi við þær ákvarðanir sem höfðu verið teknar, eftir uppsetninguna kom mikil óánægja í ljós vegna stærðar gámanna og voru þeir því fjarlægðir aftur. Hægt væri að koma fyrir minni einingum og smíða e.t.v. timburveggi í kringum þá en kostnaður við slíkar framkvæmdir fellur á lóðarhafa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Gunnar St. Ólafsson f.h. Selvíkur ehf. óskar eftir eftirfarandi varðandi hótelbyggingu við Snorragötu.
    1. Samþykki á lóðarstærð, staðsetningu og fyrirkomulagi.
    2. Samþykki á byggingarreit hótelsins.
    3. Samþykki á hæðarlegu hótels og grunnformi.
    4. Vilyrði um að nú ófrágengnar snjóflóðavarnir muni ekki tefja byggingu hótelsins.
    Einnig, að fengnu samþykki á ofangreindu, er óskað eftir heimild til að hefja framkvæmdir við fyllingar og stálþil á grunni hönnunar Siglingastofnunar.
     
    Nefndin bókar:
    1. Með vísan til meðfylgjandi teikninga kemur ekki fram hversu stóra lóð um ræðir, en samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn er lóðin 6241 m2. Staðsetning og fyrirkomulag er að öðru leyti samþykkt.
    2. Samþykkt.
    3. Hæðarlega og grunnform samþykkt en bent er á að gólfkóti sé ekki undir 3,0 m, skv. skýrslu um spá um hækkun sjávarborðs eftir Þorstein Jóhannsson.
    4. Nefndin getur ekki lofað að ófrágengnar snjóflóðavarnir tefji ekki byggingu hótelsins þar sem fjármögnun á verkefninu er í höndum Ofanflóðasjóðs.
    Nefndin bendir á að ekki er búið að samþykkja deiliskipulag fyrir svæðið hjá Skipulagsstofnun en málið er í vinnslu.
    Ekki er hægt að veita heimild til að hefja framkvæmdir við fyllingar og stálþil þar sem deiliskipulagið hefur ekki öðlast gildi. Það er vilji nefndarinnar að koma verkefninu af stað eins fljótt og kostur er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Vernharður Skarphéðinsson sækir um byggingarlóð undir frístundahús á lóð nr. 4 við Hafnargötu á Siglufirði. Hönnun og útlit húss yrði í samræmi við önnur hús í hverfinu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV><DIV>Bæjarráð leggur áherslu á að verið er að veita leyfi og samþykki fyrir hefðbundið íbúðarhús en ekki frístundahús. Lóðin er skipulögð undir venjulegt íbúðarhús sem tekur mið af umhverfi sínu.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Valtýr Sigurðsson f.h. Leyningsáss ses. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu tengilyftu, Hálsalyftu á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að nánari teikningar og hönnun af undirstöðum berist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Valtýr Sigurðsson f.h. Leyningsáss ses. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu lyftuhúss með salernisaðstöðu við Bungulyftu á skíðasvæðinu í Skarðsdal.
     
    Ekki er hægt að veita byggingaleyfi fyrir húsinu þar sem um gámaeiningu er að ræða. Nefndin samþykkir hins vegar stöðuleyfi fyrir húsinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Valtýr Sigurðsson f.h. Leyningsáss ses sækir um heimild til að láta BÁS ehf sprengja og vinna grjót í grjótnámunni við Selgil vegna framkvæmda við byggingu golfvallar í Hólsdal á Siglufirði.
     
    Erindi samþykkt með fyrirvara um að vinnsla úr námunni sé gerð í samráði við tæknideild Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Gunnar St. Ólafsson f.h. Selvíkur ehf. sækir um leyfi til útlitsbreytinga á Gránugötu 17b skv. meðfylgjandi greinargerð.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Haraldur Björnsson óskar eftir að fá úthlutað beitarhólfi fyrir fjáreigendur.
     
    Nefndin bókar:
    Endurskipulagning á beitarhólfum er í vinnslu og nefndin áréttar að gert verði ráð fyrir fjárbeitarhólfi í því skipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Jón Andrjes Hinriksson sækir um leyfi til breytinga á húseigninni Hvanneyrarbraut 3b skv. meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Sólveig Rósa Sigurðardóttir óskar eftir leyfi til að flytja hæð og ris hússins að Vatnsenda í Ólafsfirði og setja niður á lóð nr. 22 á landi Þverár í Ólafsfirði.
     
    Nefndin setur sig ekki á móti því að húsið verði flutt á lóð nr. 22 á landi Þverár, enda verði lagðar fram fullnægjandi teikningar og samþykki landeiganda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 12.12 1208001 Gisithús Jóa, skilti
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 141. fundur - 1. ágúst 2012
    Bjarkey Gunnarsdóttir f.h. Bolla og bedda ehf. óskar eftir að fá að setja upp skilti á Strandgötu 2, Gistihús Jóa skv. meðfylgjandi teikningu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 141. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með tveimur atkvæðum.</DIV><DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.</DIV></DIV></DIV>

13.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012

Málsnúmer 1208002FVakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar.

  • 13.1 1206010 Ályktanir ársþings UÍF 2012
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
    Lagðar fram ályktanir ársþings UÍF frá því í vor. Þar kemur fram að aðildarfélög UÍF muni kappkosta að verða fyrirmyndarfélög ÍSÍ fyrir árslok 2015. Einnig var ályktað um samgöngumál og bæjaryfirvöld hvött til að bæta og efla samgöngur milli bæjarkjarnanna.
    Nefndin fagnar því að félögin skuli stefna að því að verða fyrirmyndafélög ÍSÍ. Umræður um frístundaakstur fór fram og ætlar nefndin að skoða betur í vetur í samvinnu við íþróttafélögin hvernig frístundaakstri verði best fyrir komið í framtíðinni.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
  • 13.2 1208018 Ný sólbaðsstofa á Siglufirði
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
    Undir þessum lið vék Óskar Þórðarson af fundi. Nefndin leggur til að gjaldskrá hækki og stakur tími verði á kr. 1.100.- og að ljósatímum fylgi eingöngu aðgangur að sturtu. Óski viðskiptavinir eftir því að fá að fara í sund, pott eða líkamsrækt þurfa þeir að greiða sérstaklega fyrir það. Samhliða verði lamparnir auglýstir til sölu og kannaður möguleikinn á því að hætta með ljósalampa í íþróttamiðstöðinni.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.</DIV>
  • 13.3 1205066 Rekstraryfirlit 30. apríl 2012
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
    Lagt fram rekstraryfirlit málaflokksins til 30. apríl 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 13.4 1207062 Rekstraryfirlit 30. júní 2012
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
    Lagt fram rekstraryfirlit málaflokksins til 30. júní 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 13.5 1206069 Rekstraryfirlit 31. maí 2012
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
    Lagt fram rekstraryfirlit málaflokksins til 31. maí 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 13.6 1207001 Samningur og reglur um notkun mótorkorssbrautar í Ólafsfirði
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að reglum sem unnin hafa verið í samráði við Vélsleðafélag Ólafsfjarðar. Nefndi leggur til að ekki verði ekið lengur en til 20:00 á virkum dögum en gerir ekki athugsemdir við drögin að öðru leiti og leggur til að þau verði samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
  • 13.7 1207031 Ungt fólk og lýðræði 2012 - skýrsla
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 15. ágúst 2012
    Skýrslan "Ungt fólk og lýðræði" lögð fram til kynningar. Um er að ræða samantekt eftir ungmennaráðstefnu sem haldin var á Hvolsvelli 29.-31. mars sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar frístundanefndar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.

14.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 16. ágúst 2012

Málsnúmer 1208004FVakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar

  • 14.1 1208003 Þjónustusamningur um bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 16. ágúst 2012
    Undir þessum lið sat Rósa Bjarnadóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
     
    Í upphafi fundar fór menningarnefnd ásamt forstöðumanni bókasafnsins að skoða aðstöðuna að Strandgötu 2 þar sem fyrir liggur erindi um þjónustusamning vegna bókasafns. Forstöðumaður lagði fram sínar hugmyndir um breytt fyrirkomulag varðandi rekstur bókasafnsins í Ólafsfirði. Menningarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum og mun funda aftur vegna málsins 29. ágúst.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 54. fundar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með tveimur atkvæðum.</DIV><DIV><DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.</DIV></DIV></DIV>
  • 14.2 1208032 Tjarnarborg - staða mála 14. ágúst 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 16. ágúst 2012
    Undir þessum lið sat Diljá Helgadóttir forstöðumaður Tjarnarborgar.
     
    Menningarnefnd fór með nýráðnum forstöðumanni í Menningarhúsið Tjarnarborg og skoðaði húsnæðið. Farið yfir ákveðna þætti hvað varð rekstur hússins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 14.3 1108092 Síldarævintýri 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 16. ágúst 2012
    Farið yfir Síldarævintýrið og hvernig til tókst. Almenn ánægja er með hátíðina og þakkar menningarnefnd öllum þeim sem að hátíðinni komu fyrir vel unnin störf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum
  • 14.4 1207062 Rekstraryfirlit 30. júní 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 54. fundur - 16. ágúst 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar staðfest á 267. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum

Fundi slitið - kl. 14:00.