Bréf Hestamannafélagsins Gnýfara frá 14. ágúst 2011 - reiðvegir, ræsi o.fl.

Málsnúmer 1108044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 226. fundur - 23.08.2011

a) Vegna lagningu slitlags á Ólafsfjarðarveg fram að Skeggjabrekku telur Gnýfari áríðandi að koma fyrir reiðvegi ofan við núverandi vegastæði.

Bæjarráð telur að sveitarfélaginu sé ekki skylt að gera umræddan reiðveg, en er tilbúið til þess að koma að verkinu með hestamannafélaginu Gnýfara ef um semst. Framlag Fjallabyggðar yrði í formi efnis og tækjavinnu. Málið verður tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

b) Uppsetning á ræsum er til umræðu í bréfi Gnýfaramanna og í ljós hefur komið að dregið var úr þeim framkvæmdum sem koma fram í samningum frá árinu 2010 að því að talið var í takt við framkomnar óskir hestamanna. Í ljósi bréfsins verður þetta lagfært.

Lagfæring fer því fram og verður lokið eigi síðar en 1.10.2011og verður gert í samráði við Jónas Baldursson.

c) Frágangur og staðsetning á girðingum er til skoðunar hjá tæknideild bæjarfélagsins.

d) Vísað er í Aðalskipulag 2008 - 2028 er varðar átak í merkingum og lagfæringu reiðleiða.

Málið verður tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 267. fundur - 21.08.2012

Hestamannafélagið Gnýfari hefur fengið úthlutað 1 m.kr. úr reiðvegasjóði sem á að nýta á árinu. Félagið mun nýta féð til reiðvegagerðar í Laugarengi fram að Garðsá. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um framkvæmdina.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við stjórn Gnýfara.