Bótakrafa vegna flugskýlis

Málsnúmer 0703003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Kynnt viðbótarmatsgerð lögmanns sveitarfélagsins í málinu Hjörtur Þór Hauksson gegn Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 252. fundur - 27.03.2012

Fimmtudaginn 22. mars 2012, komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu í máli Hjartar Þórs Haukssonar gegn Fjallabyggð, að Fjallabyggð bæri að innleysa fasteign Hjartar, sem er flugskýli við flugvöllinn í Ólafsfirði. Fjallabyggð var einnig gert að greiða eina milljón í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

Skrifstofu- og fjármálastjóri kynnti bæjarráði næstu skref í málinu.